Morgunn


Morgunn - 01.06.1993, Page 70

Morgunn - 01.06.1993, Page 70
MORGUNN hans. Hann upplifði eða endurupplifði öllu heldur sjúk- dómseinkenni miðaldra manns; brjóstverki og öndunar- erfiðleika. Hann talaði líka með greinilegum hreim og notaði mörg orð úr frönsku fyrri alda. Eftir því sem Michael átti smám saman auðveldara með að komast í trans, veitti hann þessum persónum viðtöku sem sjálfum sér; sem hluta af sjálfi sem hefði greinilega gengið í gegn- um margar endurholdganir. En það var ekki fyrr en hann kom að árinu 1216 að hann varð fyrir meiri áhrifum sem ristu dýpra en stundarhrif nýjunganna. Skyndilega fylltist vitund hans af mjög raunverulegum skynjunum... ✓ A hœðarbrún stendur kastali og innan þykkra veggja hans ríkir auðslcynjanlegt, viðbjóðslegt and- rúmsloft. Orsök þessara neikvœðu strauma er valda- mikill, ábúðarfullur maður, harðneskjulegur og geðstirður. Hann eigrar þarna um fordyri nokkurt. Þetta er germanskur riddari á síðari hluta miðalda, Hildebrandt von Wesel að nafni, hinn einmana léns- herra yfir litlu héraði í suðausturhluta Vestfalíu. Líf hans hefur einkennst af óbœtanlegri villimennsku. Og vegna þess að hann nœr ekki að láta sjálf- sprottnar hugsjónir og hugmyndir rcetast um hvern- ig hlutir gœtu verið á betri veg, finnur hann engan frið. Hann er heltekinn af sektarkennd, sjálfshatri og ofsóknarhugmyndum. En hann heldur enn dauðahaldi í blekkingar sínar. „Eg er armur Guðs!” öskrar hann hrjúfri röddu á dr. Whitton. „Eg er armur Guðs!” I Hildebrandt virtist fundin uppspretta margvíslegra og mikilvægra upplýsinga. Og í næstu tímum lét dr. Whitton Michael færa sig til hinna ýmsu tímabili í lífi riddarans. Það sem bar fyrir sjónir Michaels var engan veginn 68 J

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.