Morgunn


Morgunn - 01.06.1993, Side 72

Morgunn - 01.06.1993, Side 72
MORGUNN gráta dauða þeirra opinskátt. En þess í stað grípur Hildebrandt til villimennskunnar af ótta við að koma upp um tilfinningar sínar. Hann skipar mönn- um sínum að fœra konurnar í herklæðin, sem gerð voru úr þungum málmi og festa þær þannig búnar við jörðina eins og risavaxna stálkrabba. Þar bakast þær til dauða í brennandi eyðimerkursólinni og angistarvein þeirra hafa engin áhrif þeim til bjargar. Michael vaknaði til venjulegrar meðvitundar, kóf- sveittur og nötrandi, en árangurinn af þessum umbrotum kom í ljós innan örfárra stunda. í fyrsta sinn frá bamæsku fann Michael að hann óttaðist ekki að verða grafinn lif- andi. A næstu mánuðum fékk Michael tækifæri til að kynn- ast hinum viðbjóðslegu glæpum Hildebrandts. I eitt skipt- ið upplifði hann sig staddan á hestbaki, í líkama riddarans. Hann horfði niður á konu sem var með ungbam í fanginu og baðst vægðar. „Eg horfi á hana eins og hún væri maðk- ur” sagði hann síðar. „Engin miskunn, engin samhygð”. Þegar hann beindi spjóti sínu niður á við og rak það í gegnum ungbarnið og þaðan inn í móðurina, flæddu tárin niður kinnar hans og hann kom úr transinum. Michael vissi að hann var ábyrgur og langaði hvorki til að meðtaka né trúa því sem hann hafði orðið áskynja um. Hann vissi jafnframt að sem Michael Gallander var hann ekki fær um slík óhæfuverk. Þegar hann yfirgaf skrifstofu dr. Whittons þennan dag rölti hann annars hugar inn í almenningsgarð þar sem hann staðnæmdist og gaf dúfunum. Meðan hann horfði á fuglana bera sig eftir brauðmolunum velti hann fyrir sér hvernig maður sem byggi yfir svo blíðum tilfinningum gæti drepið vamarlausa konu. Og þá minntist hann þess að meira að segja Adolf Hitler þótti vænt um hunda. 70 J

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.