Morgunn


Morgunn - 01.06.1993, Side 74

Morgunn - 01.06.1993, Side 74
MORGUNN eigin son. Þessi hegðun hennar vekur slíkan viðbjóð hjá unga manninum að hann bregst við með því að ýta móður sinni sífellt nœr brúninni á háum stein- stiga. I átökunum sem fylgja hrapar móðirin niður stigann og hálsbrotnar. I fallinu grípur hún án árangurs í handleggi sonar síns svo hann klórast illa... Eftir upprifjun þessara atburða hættu útbrotin að birtast á upphandleggjum Michaels. Eitthvað var að ger- ast; eitthvað að þiðna í frosinni sál hans. Það var vissulega mjög hvetjandi en enn var mikið eftir af reynslu Hilde- brandts og annarra. Það þurfti níu mánuði til viðbótar til að fá mynd af hörmulegum ástamálum Hildebrandts... Rétt áður en Hildebrandt tekur við ríki sínu kynnist hann stúlku að nafni Rakel og verður ástfanginn af henni. Hún er dóttir bóklærðs Gyðings en enginn í fjölskyldu Hildebrandts er lœs eða skrifandi. Faðir stúlkunnar gegnir hlutverki hirðlœknis. Á þessum sama tíma er Hildebrandt undir miklum áhrifum frá munki nokkrum sem dvaldi við hirðina, en sá hinn sami hafði stjórnað foreldrum hans árum saman. Hann á nú í nokkrum vandrœðum með son þeirra og erfingja. Þótt Hildebrandt og Rakel haldi sig hafa tekist að leyna ástum sínum, þá hafa njósnarar munksins komist á snoðir um ástríðufullt samband þeirra og einnig að Rakel er með barni. Munkurinn býst við að nú muni Rakel fara þess á leit við Michael að hann giftist sér og þar sem munknum hrýs hugur við sambandi Hildebrandts og Gyðinga- stúlkunnar, álítur það kalla á vanþóknun Guðs, sáir hann frœjum vantraustsins í huga Hildebrandts. Hann gefur í skyn að Rakel sœkist eftir hjúskap til 72

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.