Morgunn


Morgunn - 01.06.1993, Page 87

Morgunn - 01.06.1993, Page 87
MORGUNN gerði honum auðveldara um að slaka á og upplifa meira innra frelsi. Eiginkona hans, sem gegnir hlutverki í endur- holdgunarsögu hans, gat varla trúað þeirri jákvæðu breytingu sem orðin er á honum. „Hann er laus við alla þráhyggju” sagði hún „og hugur hans er honum ekki lengur fangelsi”. En þessu fylgdu líka aðrir þættir. Þegar hann varð áskynja um eigin vefnað orsaka og afleiðinga sem spanna- ði átta hundruð ár, rann upp fyrir honum að raunveru- leikamynd hans hafði tekið verulegum stakkaskiptum. „Mér hefur verið leyft” sagði hann og átti við heimsóknir sínar inn á svið millilífanna „að sjá brot af sköpunar- stigum sem eru svo óralangt fyrir ofan allt sem ég get nokkurn tíma komið í orð. Mér var gert kleift að skynja að allt sem við aðhöfumst skiptir máli á hinu æðsta sviði. Þjáningar okkar eru ekki tilviljunum háðar. Þær eru aðeins hluti af eilífðaráætlun, skipulagi sem er flóknara og fyllir mann óttablandinni lotningu en okkur er unnt að gera okkur í hugarlund.” Lokaheimsóknirnar á svið millilífanna - að þessu sinni fyrir fæðingarnar sem Julia og svo sem Michael - vörp- uðu enn frekara ljósi á eðli bata Michaels. Áður en Michael fæddist var honum bent á að hann næði lífs- markmiði sínu best með því að velja sér að fæðast sömu foreldrum og hann hafði átt sem Hildebrandt og einnig með því að endurnýja tengsl sín við Rakel. Samskiptin við þessa einstaklinga gætu hjálpað honum við að öðlast meðvitund um þá braut sem hann hefði sett sér að ganga. Auk þess var honum sagt að hann yrði að halda þetta út þar til hann hefði loks öðlast skilning á erfiðleikum sínum og leyst vanda sinn. Sálkjami hans lagði svo á ráðin um endurholdgunina sem Michael en var áreiðanlega ekki of bjartsýnn vegna fyrri mistaka og hafði engan grun um hve hröð framförin yrði. 85

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.