Morgunn


Morgunn - 01.06.1993, Page 88

Morgunn - 01.06.1993, Page 88
MORGUNN Þegar Michael bar líf sitt fram til þessa saman við það sem hann hafði orðið áskynja á sviði millilífanna, gerði hann sér ljóst að grunnáætlanir fyrir síðari endurholdganir höfðu færst fram í tíma, inn í lífið sem hann lifði nú, svo komið yrði til móts við þá hröðu þróun sem orðið hafði; karmavinnslu á miklu meiri hraða en hann hafði ráðgert. Með öðrum orðum hafði Michael tekist að lifa mörgum sinnum innan einnar og sömu endurholdgunarinnar og slíkt hið sama stendur öllum til boða sem vinna af sérstakri einurð og einlægni að því að ná sínu setta marki. í einni endurholdgun hafði hann náð árangri sem yfirleitt næst ekki nema með mikilli vinnu í mörgum lífum. Osk Michaels um að verða heill heilsu - ósk sem varðar afar miklu í hverju meðferðarferli - átti rætur að rekja beint til hinnar ákveðnu, en engu að síður dauða- dæmdu, tilraunar Juliu til sjálfsmeðferðar. Eða eins og Dr. Manly P. Hall skrifar í bók sinni Dauði til endurfæðingar (Death to Rebirth). „Einstaklingurinn greiðir karma- skuldir sínar að stórum hluta með því hvernig það ferli er sem síendurtekur viðhorf sem er til staðar á tilteknum tíma. Sé þetta viðhorf til staðar þegar dauðann ber að garði, mun það halda áfram að fylgja einstaklingnum og verða hvati í sköpun hins nýja persónuleika.” Karmasaga Michaels Gallander sýnir að því sem ekki er lokið í einu lífi er hægt að ljúka í því næsta - að því gefnu, að sjálfsögðu, að fyrir hendi sé nægur vilji til þess. Með því að nota þennan viljakraft til að leita uppi, viðtaka og umbreyta glæpum sínum og árekstrum hefur Michael skapað sér frelsi til að raungera og upplifa þær hugsjónir sem komu í ljós í millilífinu áður en hann fæddist sem Hildebrandt. 86

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.