Sjómaðurinn - 01.10.1939, Blaðsíða 12

Sjómaðurinn - 01.10.1939, Blaðsíða 12
6 SJÓMAÐURINN maður að svelta, ef ekki náðist samband við land. Þetta kom lika fyíir, þegar maður t. d. skrapp um borð, án þess að eiga á nokkru illu von, en svo rauk liann kannske skyndilega, og þá varð maður ^ið liýrast um borð við litinn kost, jal'nvel í marga daga. Ég man l. d. eftir því, að einu sinni urðu skipverjar á Njáli að dvelja um borð í skipinu matarlausir og vatns- litlir i lieila viku, áður en þeir náðu sambandi við land. Þá var og erfitt að komast i land, þó að lalið væri slarkfært, þegar sjórinn braut al- veg upp i flæðarmál. Arið 1911 bar það við, að uppundir 70 skip lágu þar sem nú er kallað ytri böfnin. Skipin lágu auðvilað þétt og möstrin voru eins og skóg- ur á sjónum. Ég var með mitt skip meðal þeirra. Það liafði verið prýðilegt veður á laugardegi og sunnudegi. Ég var tilbúinn að sigla seint á laug- ardegi og færði mig því út úr þvögunni, en fór þó ekki af stað strax, og hleypti mannskapnum í land, nema 4 eða 5. Þegar kom fram á sunnu- dagskvöld bvessti snögglega og stormurinn fór sífellt vaxandi úm nóttina, þar lil komið var fárviðri. Sjórinn var ægilegur út af Efferseyjar- tagli, og þegar ég sá, að skipin fóru að slitna upp og þau tók að relca, lét ég moka saltinu fram í skipið til þess að það lægi betur við fest- arnar, en við það þurfti ég að láta negla yfir lúkarskappann. Skipin héldu áfram að slitna og reka, og ég verð að segja, að það var lirein- asta mildi, að þau skyldu ekki mölbrjóta liverl annað. Ég reyndi að verja skip mitt eins vel og kostur var, en þar kom að, að báðar fesl- arnar slitnuðu, en svo lieppinn var ég, að um 10 mdnútum siðar slotaði veðrinu. Mörg skip höfðu slitnað uj)]), eins og ég sagði áðan. Hafsteinn og Margrét föru upp i Stóra- Sels-vörina, en Skarpbéðinn fór upp vestan við Grandagarðinn. Guðrún Soffía og Egill fóru ujij) fyrir neðan Pálsbæ og Mýrarliús, en Keflavíkin komst vestur fyrir Efferseyjargranda og var bjargað með sterkum vírum frá Slippnum. Skip- in skemmdust ótrúlega lítið, enda var lágsjáv- að og liefði l'arið miklu ver, hefði ekki svo ver- ið. Þá má ekki gleyma því, að björgunarskipið Geir var alllaf að bjálpa skipunum og bjargaði það mörgum. Þetta var ógleymanlegur atburð- ur, og ég vei.t, að þessa tvo sólarhringa, sem veðrið stóð, liafa mörg sterk og hröð bandtök verið tekin um borð i þessum um 70 skipum, sem þá voru í liættu, þar sem nú er kallað ytri höfnin. Annars man ég einnig eftir álíka at- burði, þó að ég tæki ekki þátt í honum, enda var ég þá aðeins 9 ára, en starði þó á, fullur undrunar og eftirvæntingar. I þvi veðri fóru 11 Fransmenn upp á Grandagarðinn og einn ís- lendingur, Einingin. Þetta mun liafa verið 1889. Þegar ég minnist þessara atl)urða þá finnst mér ekki vera annað en leikur að sigla hér lil eða frá Reykjavik. Hér er örugg og góð böfn. Það er ekki liægt að kvarta undan benni.“ Inn á Patreksfjörð — gegn ofviðrinu. — Þú ert Reykvíkingur? „Já, ég er fæddur og uppalinn liér í Reykja- vik. Ég kom i þennan beim 1880 og var faðir minn sjómaður. Ilann bjó í Miðseli. Ég l'ór fvrst á sjó 14 ára, eða 1894, og síðan get ég ekki sagl að ég tæki ærlegt bandtak í landi, þar lil ég bætti sjómennsku 1931. Ég varð þá að hætta og var því löglega afsakaður. Ég var sumarið 1931 á síld, og er við vorum að landa, féll ég ofan í síldarþró. Þá mölbrotnaði vinstri fótur minn og mjöðmin og ég lá i tvö ár rúmfastur, en var eitl ár að auki við rúmið. Síðan hef ég ekki tekið á heilum mér, eins og þú sérð. Um alda- mótin gerðist ég stýrimaður á báti og stundaði ég síðan óreglulegt nám á sjómannaskólanum, svona 1 til 2 mánuði á vetri. Efni leyfðu ekki öðru vísi nám. Svo var ég 1905 heilan vetur á skólanum og tók svo próf, en samstundis fékk ég skip. Með það skip var ég í 3 ár og gekk vel, en siðan tók ég við Haraldi l'rá Isafirði, annars var ég lengsl af á úlvfegi Duus. Þegar ég bætti við Harald, tók ég Sigurfarann og á honum lenti ég í einu mesta ofviðri, sem ég lenti í, mína sjómennskutíð. Þetta var árið 1909. Ég var síðastur inn úr túr og þegar ég kom, var ég beðinn um að fara aflur út. Bærinn bafði beðiö Duus að lialda einu skipi áfram og þetta kom í minn lilut. Ég lagði úr böfn 0. október og náði um nóttina und- ir Jökul í þægilegum vindi. Daginn eftir, upp úr bádeginu, leitaði ég fiskjar við svokallaðan Kollál á Breiðafirði. Ég gáði oft lil veðurs þenn- an dag, því að mér leizt ekki á bann. Loft var þrútið og iskyggilegt. Þarna lá ég í rúman klukkutíma, en þegar ég sá, að útlit fór sífellt versnandi, „heisli“ ég og ákvað að halda áfram fyrir Bjarg, því að ég sá, að stormur var í að- sigi, enda kom bann von bráðar barður á aust- an á Breiðafjarðarbugt, en svo snerist bann í norðaustanátt og bvessti um helming. Þarna velt-

x

Sjómaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.