Sjómaðurinn - 01.10.1939, Blaðsíða 23
SJÓMAÐURINN
17
Samningurinn.
Vegna hinna fjöldamörgu sjómanna, sem samn-
ingurinn nær til, birtir Sjómaðurinn hann hér á
eftir orðréttan:
„Sjómannafélögin: Sjómannafélag Reykjavíkur,
Vélstjórafélag Islands, Stýrimannafélag íslands,
Félag ísl. loftskeytamanna og Matsveina- og veit-
ingaþjónafélag íslands annars vegar og skipafé-
lögin: Eimskipafélag íslands h.f., Skipaútgerð rík-
isins, Eimskipafélag Reykjavikur li.f., Otgerðar-
félag Kea h.f. og Eimskipafélagið Isafold h.f. hins
vegar gera með sér svofeldan samning um stríðs-
áhættuþóknun og stríðstryggingu vegna yfirstand-
andi Norðurálfuófriðar:
1. gr.: Stýrimenn, vélstjórar og loftskeytamenn,
sem teljast yfinnenn, fái uppbætur sem hér skal
greina:
a) Fyrir siglingar á pólskar og þýskar hafnir
er greitt 200% í uppbót. Þessi uppbót er reiknuð
frá byrjun þess sólarlirings, þegar skipið fer fram
lijá Falsterbo og hættir í lok þess sólarhrings, þeg-
ar skipið fer aftur fram hjá Falsterbo á vesturleið.
Ef ski])ið fer frá þýskri eða pólskri höfn til ann-
arrar Eystarsaltshafnar er þó hætt að greiða upp-
óótina þegar skipið fer yfir línuna Memel— Fal-
sterbo. Ef skipið fer frá þýskri eða pólskri höfn
i gegnum Stórabelti eða Litlabelti er hætt að
greiða uppbótina þegar skipið fer inn í Stórabelli
eða Litlabelti eða öfugt. Fyrir siglingar annars
staðar í Eystrasalti er greidd 100% uppbót.
b) Fyrir siglingar á Norðursjónum og Atlants-
hafinu er greidd 200% upphót milli 12. gr. ausll.
lengdar og 20. gr. vestl. lengdar, 65. gr. norðl.
breiddar og 30, gr. norðl. breiddar. Þessi uppbót
er greidd frá byrjun þess sólarhrings þegar skipið
fer inn á liættusvæðið og til loka þess sólarlirings
þegar skipið fer úr úr liættusvæðinu.
e) Fyrir siglingar til landa í Miðjarðarhafinu,
sein ekki eiga i stríði, er greidd 100% uppbót.
Fyrir siglingar til landa í Miðjarðarliafinu, sem
eru i ófriði, er greidd 200% uppbót. Uppbótin
by rjar þegar sigld er fram hjá Gibraltar resp.
(eða) Port Said.
d) Fyrir siglingar innan svæðis, sem markast
af 65° N.br. og 10° N.br., 70° V. lengdar og 20°
V. lengdar, skal greiða 100% áhættuþóknun.
-• gr.: Áhættuþókunu samkvæmt 1. gr. skal
greiða fyrir þann tíma, sem skip er statt innan
áhæltu svæðis, nema meðan það liggur í höfnum
hlutlausra þjóða að undanteknum höfnum Belgíu
og Hollands. Fyrir slíka dvöl skal greidd áliættu-
þóknun sbr. 1. gr. a-liðs. — Strandsiglingar við
Island eru undanskildar áhættuþókun.
3. gr. A: Að öðru leyti en því, sem ræðir um í
3. gr. B, 3. gr. og 5. gr., skal til grundvallar út-
reikningi á áhættuþóknun leggja mánaðarlaun
þau, sem skipverjum eru greidd samkvæmt gild-
andi samningum, að meðtöldum ölluin auka-
greiðslum. Áhættuþóknun reiknast þó ekki á yfir-
vinnukaupi.
3. gr. B: Hásetar og kyndarar fá áhættuþóknun
samkvæmt 1. gr., þó þannig, að í stað 200% komi
250% og í stað 100% komi 125%. Þóknunin mið-
ast við 235 krónu mánaðarkaup lijá hásetum og
275 króna kaup hjá kyndurum.
4. gr.: Áhættuþóknun þjóna á fyrsta og öðru
farrými, aðstoðarmatsveina og þernu skal vera
samkvæmt því, sem gilt hefir eða gilda kann á
sams konar dönskum skipum.
Leggja skal undir félagsdóm hvorl 4. gr. samn-
ings Eimskipafélags íslands frá 3. maí 1939 og 6.
gr. samnings Skipaútgerðar ríkisins frá 26. mai
1935 við Matsveina- og veitingaþjónafélag íslands
skuli gilda um tölu starfsfólks þrátt fvrir þá nýju
aðstöðu, sem ófriðurinn hefir skapað.
5. gr.: Áhættuþóknun viðvaninga miðast við
158 króna mánaðarkaup, óvaninga við 108 lcróna
mánaðarkaup, skipsdrengja við 70 króna mánað-
arkaup og káetu- og messudrengja við fastakaup
þeirra og er á hinu meira áhættusvæði 300% og
á hinu minna áhættusvæði 150%.
6. gr.: Áhætluþóknun greiðist skipverja meðan
liann er i þjónustu útgerðar, hvort heldur liann er
lögskráður eða farþegi á leið til eða frá skipi. —
Skipstjórn af völdum ófriðar telst falla undir á-
kvæði 41. gr. Sjómannalaganna.
7. gr.: Ef Italía gerist ófriðaraðili, telst alt Mið-
jarðarhaf liið meira áhættusvæði að undanteknum
spönskum liöfnum. Sama gildir fyrir Eystrasalt
norðan Falsterbo—Memel, ef Rússland gerist ó-
friðaraðili gagnvart Vesturveldunum.
8. gr. Þegar skip siglir úr einu áhættusvæði á
annað, gildir hærri áhættuþóknunin allan sólar-
hringinn.