Sjómaðurinn - 01.10.1939, Page 30

Sjómaðurinn - 01.10.1939, Page 30
24 SJÓMAÐURINN um og velta honum eftir því sem skorið var. En er hvalurinn tók að léttast, var hann dreg- inn upp á ísskörina með krafttalíum og var þá þægilegra að skera. Vildu koma fyrir ýms óhöpp, á meðan hval- urinn var í sjónum; menn féllu í sjóinn, því hált var á hvalskrokkunum. Urðu þeir að hafa hraðann á, að komast til mannabygða, þvi ekki var holt að vera lengi holdvotur í 37° frosti. Ekki vissi ég til þess, að neinum vrði meint af þessu. Ég vissi um einn ungan mann, sem hljóp heim til sín lioldvotur. Mun það hafa ver- ið stífur klukkutíma gangur. Þótti það vel gert, og vera jafngóður eftir. Það var alltaf stilla, á meðan á þessum hval- skurði stóð, nema einn dag, þá hrasl alt í einu á með norðan stórliríð, er við vorum nýbvrj- aðir að skera hvalinn, og urðum við þá frá að liverfa. Er heim kom, voru nokkrir með kalin andlit. En þar beið okkar sjóðandi iieilt livalkjötsbuff, og tóku ménn heldur freklega til matar síns. Þegar húið var að skera hvalinn og skifta, kom dálítið óhapp fyrir. Isinn brast í sundur þar sem hvalslykkin lágu. Það kom „skrúf“ á hann, eins og kallað er; rendurnar á sprung- unni lögðust á misvíxl, og varð því að vera handfljótur að koma stykkjunum upp á efri röndina. Samt tapaðist ekki mikið við þetta. Eftir að ísinn varð landfastur, urðu menn varir við tvo mikla hvali kipj)korn undan Vind- hælislandi á Skagaströnd. Vökin, sem þeir voru í, mun fyrst hafa verið allstór, en þrengdist smám saman, og var þá viðbúnaður hafinn til að vinna hvalina. Við livaladrápið var liafð ur bátur með digrum kaðli úr báðum stefn um. Sin livoru megin á vakarbörmunum röð- uðu menn sér á kaðlana, og er hvalirnir eitl andartak komu upp til að hlása, var báturinn, eins fljótt og varða mátti, dreginn að þar sem annarhvor hvalurinn kom upp, en áhöfn báls- ins reyndi að koma við vopnum, sem aðallega voru löng eggjárn fest á trésköft. Rifflar voru einnig notaðir ,en kúlurhar virtust engin áhrif hafa. Lengi vel var tvísýnt um það, hvort hval- irnir yi-ðu unnir á þennan hátt. Þeir urðu hrátt varir um sig, voru lengi í kafi, og er þeir komu upp til að blása, dyfu þeir sér óðara aft- ur með miklum bægslagangi, er báturinn nálg- aðist ])á. Á þessu gekk nokkra daga, og munu hval- irnir hafa orðið sárir og mist nokkurt hlóð, og þar kom, að dag nokkurn ókvrðist annar þeirra, stakk sér undir ísinn og var allur á burt. Nokkru síðar heppnaðist að l’esta kaðli í liinn hvalinn, og leið þá eigi á löngu áður en liann var drepinn. Að hvaladrápi þessu unnu flestir fulltíða í vök við hValadráp. menn í Skagastrandarkauptúni og nágreifhi. Síðan var hafin livalskurður, og mun lionum hafa verið lokið, þegar menn uðru ])ess varir, snemma morguns, á flestum hæjum í grend- inni, að alllangt undan landi sást dökkur, fyrir- ferðarmikill kúfur, sem skar sig mjög greini- lega úr hinu hvita umhverfi. Flestir munu hafa getið sér til, að þar væri hvalurinn, sá, er livarf úr vökinni, enda reyndist svo vera, og hafði hvalurinn sprengt af sér ísinn, sem þó mun liafa verið ca. 30—40 cm. þykkur lagnaðarís. Var nú strax byrjað að skera þennan hval og fleiri menn fengnir til, því að mikinn mann- afla þurfti við, til þess að flytja hvalinn i land, — en það var gert á sleðum, sem menn gengu fyrir. Ilestum varð ekki komið við, að minsta kosti ekki framan af, sökum illviðra; frost var þá svo mikið, að menn héldu sér naumast heit- um, þólt dúðaðir væru i eina yfirhöfn utan yfir aðra, og enda þótl unnið væri kappsam- lega. Hinn mikla klæðaður gerði mönnum líka allar hrevfingar erfiðari en ella. Heldur sóttist hvalskurðurinn seint, enda höfðu flestir alllangan veg að ganga að heim- an að morgni og heim að kvöldi, en birtutími var skammur. Þó hepnaðist að bjarga öllu í land, þvi sem notliæft var, af þessum hval. Spik og rengi var óskemt, en kjötið meira og minna rotnað. Þó mátti nota það sem fóður- bæti handa kúm. Hvalir þeir, sem þarna voru drepnir, kom

x

Sjómaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.