Sjómaðurinn - 01.10.1939, Page 29
SJÓMAÐURINN
23
björg sótt í sjóinn
Hvaladráp á Skagaströnd
veturinn 1918 r EFTIR ÞÓRARINN BJÖRNSSON
ETURINN 1918, sem um land alt hefir hlotið
* nafnið frostaveturinn, var ég hjá föður inín-
um á Sjrðriej’ á Skagaströnd, þá á 15. ári.
í janúarmánuði gerði aftaka norðan stórhríð.
Hvað lengi liún stóð, man ég ekki, en morgun
einn vaknaði ég og sá, að komið var logn og
heiðrikja. Ég fór á fætur og leit út. Blasti þá
við augum mér nýstárleg sjón: Hafísinn hafði
sem sagt tekið flóann herskildi í norðangarð-
inum. Svo langt sem augað eygði blasti við liaf-
ishreiðan og fannst mér nú sem allt líf mundi
stirðna undan náklóm þessa herfilega vágestar.
Ég hal'ði heyrt svo margar sögur af fyrri ára
hafískomum og hallærum af hans völdum. ■—
Frostið var biturt og mun það hafa komizt upp
i 37° á Celsius, þurfti því mikið eldsneyti til
að hita upp gömlu bæjarhúsin, var ég því send-
ur lil að sækja mó, er var geymdur í byrgi nið-
ur við sjó. Mun það vera 15—20 mín. gangur.
Fór ég þangað með hest og sleða nokkru fyrir
hádegi. Er ég kom niður að móbyrginu, fór ég
að heyra einkennileg hljóð, er ég ekki kann-
aðist við; það líklist vindblástrum eða sogum
og voru að lieyra frá bökkunum inn með sjón-
um. Ég var ekki seinn á mér, gaf Skjóna gamla
tuggu og liljóp í áttina á hljóðin. Sjávarbakk-
arnir eru þarna háir og verður maður því að
fara alveg fram á brún á þeim, til að sjá of-
an i fjöruna.
Þannig var útlits þarna, er ég kom fram á
bakkann, að liafísinn náði ekki alveg upp að
fjöruborði, en tagnaðarís var á belti fram með
landinu um 300—400 faðma. Allt i einu sá ég
gufustróka úr vök skammt frá landi og varð
mér þá ljóst, að þetla mundu vera livalir, er
höfðu liröklast undan ísnum og voru nú teppt-
ir þarna í vökinni. Hljóp ég nú sem fætur tog-
uðu heim til að tilkynna fundinn. Því næst voru
gerð lioð á næsta bæ, en þar bjó járnsmiður,
duglegur bóndi og þjóðhagasmiður. Voru nú
lögð á ráðin, hvernig skyldi sálga skepnunum.
Settist hann svo við smíðar og bjó til skálmar
miklar eða sveðjur, settar á langt skaft.
Næsta morgun komu svo menn livaðanæva,
Hvalshöfuð upp úr isnum.
er höfðu fengið fregnir af hvalnum, og var nú
lialdið af stað með ýmiskonar tilfæringar, þar
á meðal bátkænu.
Veður var hið bezla, logn en hörkufrost, og
menn urðu að hal'a gætur á, að þeir kælu ekki,
sérstaklega i andliti. Víða voru vakir í lagn-
aðarísinn, sem voru að frjósa. í þeim var mergð
af æðarfugli, ýmist dauðum éða deyjandi, þvi
liægt og hægt minkuðu vakirnar, sem þeir gátu
synt í, og beið þeirra þá ekkert annað en
dauðinn.
Brátt var komið að vökinni, þar sem hval-
irnir voru; reyndust þetta vera 6 háliyrning-
ar, og voru þeir svamlandi þarna til og frá, og
kunnu auðsjáanlega illa við sig, þvi að vökin
var þröng.
Eftir nokkurt þjark og ráðagerðir var farið
á bátnum úl í vökina með stóra ifæru. Var
henni krækt i blástursholu eins háhyrningsins
og hann leiddur að isskörinni. Skálminni var
því næst stungið i hvalinn sem næst því, er
menn héldu að hjartað væri. Gekk þetta allt
slysalaust; hvalurinn tók þessu öllu með hinni
meslu þolinmæði, og hreyfði sig varla, er hann
fékk dauðastunguna. Var nú l>úið að drepa
þannig 5 hvali, og var nú vökin orðin alblóð-
ug. Þá stakk sá sjötti sér undir ískörina, og
liefir aldrei sést síðan.
Var nú tekið til óspiltra málanna, að skera
livalinn. Skera varð mikið af honum í sjón-