Sjómaðurinn - 01.10.1939, Page 18
12
SJÓMAÐURINN
og þyngjast, fór að gefa meira á það og varð þvi
að ausa alla nóttina.
Þegar iiirti af degi, létti kafaldinu og sáu þeir
þá, að þeir voru á Kaldbaksvík, en innan um tóm-
ar grynningar. Veðrið var nú orðið vægara og
sjórinn minni, svo að létti yfir öllum á skipinu,
því að nú töldu þeir sig úr allri hættu. Torfi lét
þá setja segl og sigldi að Brúnnessundi, en það
er skipaleiðin. Það var lágt sjávað og þegar á
sundið kom, var ólgandi sjór á bæði borð, svo
að skipið stakst á kaf að miðju saxi. Þá hnaut
Torfi áfram þar sem bann sat við stýrið, en gat
þó stutt sig við öftustu röng með vinstri hendi
og hélt stýrissveifinni með þeirri hægri. Skipið
hóf sig aftur að framan og skreið fram úr sjávar-
svaðinu, enda liafði Torfa ekki fatast stjórnin, en
þarna voru þeir næstir dauða sinum í allri þessari
svaðilför. —-
Svo lentu þeir á Eyrum, milli dagmála og há-
degis, á laugardag. Þar bjó þá Bjarni nokkur
Guðmundsson og veitti hann þeim besta beina, en
mjög voru þeir orðnir þre'kaðir og höfðu miklar
afrifur og skinnskrámur. — Það sögðu gamlir
menn, sem á landi voru, að ekki myndu þeir meiri
brim en var á föstudaginn og aðfaranótt laugar-
dagsisns var 12 stiga frost. Það var livorttveggja
þakkað mildi guðs, að skipið skyldi verjast öllum
áföllum og menn allir vöra ókaldir. — Torfi sagði
frá þvi, að mest dáðist hann að því, að enginn
háseta hans mælti æðruorð liversu ógurlegt sem
framundan var í þessari ferð þeirra.
1 þessu sama veðri fórst hin svokallaða Eyhild-
arholtsdugga, en það var þiljubátur, sem Jón
bóndi í Eyhildarholti í Skagafirði átti og var
danskur skipstjóri á henni, en meðal hásetanna
var iþróttamaðurinn Jóhann Schram, sem hljóp
upp Drangeyjarbjarg. — Þá fórst líka á IJúnaflóa
„dekksbátur“, sem Ásgeir bróðir Torfa átti, en á
honum var skipstjóri Jón, sem kallaður var
Grundfirðingur. Fleiri voru þá hætt komnir, þ. á.
m. danskt skip, sem líka var statt á IJúnaflóa.
Skipstjórinn á því hét Nymann og tókst honum
að komast fyrir Horn, með, þvi að þýða seglin
með sjóðandi vatni jafnóðum og þau frusu, en þó
brotnaði hjá honum bugspjótið og fleiri Urðu
skemdir á skipi hans.
Torfi réri mörg ár eflir þetta á Gjögri og var
altaf hepnisformaður og aflasælb*
* Með hliðsjón af Lbs. 2005 4to.
Úr aðalreikningi Eimskipa-
félags íslands árið 1938,
pr. 31. desember.
Brúttótekjur skip-
anna allra urðu kr. 4 milj. 398 þús. 323.11 kr.
Aðrar tekjur ......... 343 þús. 447.96 kr.
Tekjur alls .... kr. 4 milj. 641 þús. 771.07 kr.
Úr gjaldahálknum:
Yátryggingargjöld .................. 320.675.52
Kaup, fæði og yfirvinna skipshafna . . 923.695.58
Kostnaður við ferm. og affemingu . . 616.609.69
Kolaeyðsla ......................... 646.304.65
Viðhald á skipum og vélum o. fl. .. 281111.86
Afgeiðsluþóknun o. fl............... 262.888.01
Skipahafnir, hafnsögu-, vila og br.-
gjöld ........................... 513.195.74
Ágóðaþóknun til skipstjóranna....... 16.395.14
Skrifstofukostnaður i Reykjavik .... 206.829.70
Tekjuafgangi hefir verið varið sem hér segir:
Til afskrifta á skipum og öðrum
eignum ............................ 357.974.54
í eftirlaunasjóð....................... 30.000.00
í Vara- og arðjöfnunarsjóð ............ 80.000.00
4% til hluthafanna .................... 67.230.00
Yfirfært til næsta árs ................ 10.785.96
Tillag og gjöf ......................... 7.000.00
Bókað eignarverð skipanna:
Gullfoss ........................ kr. 5.000.00
Goðafoss .......................... — 120.000.00
Brúarfoss ......................... — 260.000.00
Dettifoss ......................... — 580.000.00
Lagarfoss ......................... — 5.000.00
Selfoss ........................... — 5.000.00
Bókað eignarverð allra skipanna kr. 975.000.00
Húseignin nr. 2 við Pósthússtr. kr. 366.000.00
Inneignir i bönkum og peningum
i sjóði ......................... — 1.740.353.04
Hlutafé félagsins ........... — 1.680.750.00
Skuldir ............................ — 1.068.000.00
Eftirlaunasjóður E. í.........— 719.057.66