Sjómaðurinn - 01.10.1939, Blaðsíða 31
SJÓMAÐURINN
25
I Uiiiilsi ríUjj ameim anka §tórko§t-
leg^a fi§kneplu §íua.
T júníhefti ameríska fiskimálablaðsins „Fishing
* Gazette“ hirtist eftirfarandi grein:
Hreyfingin fyrir lietii fiskfæðu er greinileg —
og ómótstæðileg. Hvort sem við óskum þess eða
ekki, ])á er sá dagur ekki langt undan, að allur al-
menningur eigi kost á vandaðri og óaðfinnanlegri
fiskfæðu.
Vér vitum af engum i sjávarútvegnum, sem vilj-
andi vildi framleiða, senda eða selja fisk eða skel-
fisk, sem ekki væri flyllilega í samræmi við ströng-
ustu kröfur um gæði. En einlægur vilji verður því
niiður oft að lúta i lægra haldi fyrir samkepnis-
þörfinni, sem er einungis einn þáttur í baráttunni
um tilveruréttinn.
Allar afsakanir eða skýringar á léle'gum fiskaf-
urðum hljóta ætíð að vera skammvinnar og or-
sakabundnar. í ýmsum tilfellum getur það kom-
ið fyrir, að menn neyðist til að senda frá sér eða
selja sjávarföng, sem þeir eru ekki fvllilega á-
nægðir með, en slíkt getur aldrei átt sér stað til
lengdar.
Enginn af oss vill láta almenning horða fisk eða
aðra sjávarfæðu, nema hún sé ljúffepg og laði
mann lil að kaupa aftur og aftur. Léleg sjávar-
fæða getur aldrei verið til framlmðar. Ef við lít-
um ekki eftir vöruvöndun og gæðum sjálfir, þá
mönnum saman um að vera mundu hnúfu-
hakar, sem eru allstórir skíðishvalir, með ein-
kennilega hnúfa á bakinu. Þeir, sem að þessu
hvaladrápi unnu, munu margir hverjir kunna
að segja frá ýmsum nánari atvikum, sem eru
þess verð, að þeim sé forðað frá gleymsku.
Aðferðin við hvaladrápið var allsvaðaleg, en
jafnframt áhættusöm fyrir áliöfn liátsins, því
vel hefði svo gelað farið, að hvalirnir hefðu
Hrotið bátinn eða hvolft honuni í ákafanum
að forðast h ann svo fljótt sem þeir máttu, og
uiá vera að við því hafi legið oftar en einu
sinni, þótt ég minnist ekki að liafa heyrt frá
þvi sagt.
Myndirnar tók E. Hemmert, faktor á Skaga-
strönd. Sést báturinn i vökinni og einnig hval-
urinn sem stakk af og kom síðar upp dauður.
Þ. Björnsson.
Atliyglisverð grcin fyrir
okltnr IsleiKlingra.
munu stjórnarvöldin bráðlega neyða oklcur til þess
með lögum og rCglugerðum.
Það æskilegasla er, að þessi breyting komist á
smám saman, svo að af því leiði ekki stór töp eða
jafnvel gjaldþrol fyrir hina mörgu einstaklinga.
Þessi hreyfing er alveg ómótstæðileg, því á allar
liliðar erum við umsetnir samkepni við aðra mat-
vælaframleiðslu.
Niðursuðuvörur og aðrar vörur í umbúðum liafa
gert þeim, sem minst peningaráð hafa, kleift að
kaupa það besta, að minsta kosti Cr þeim lofað
því besta. Epli, rúsínur, sveskjur og allskonar á-
vextir í umbúðum, kaffi, te, sykur, brauð og önn-
ur matvara í umbúðum. Jafnvel skrúfjárn, borar
og aðrar smá járnvörur i umbúðum, þó það virð-
ist nokkuð fjarstætt.
í þessa átt stefnir, og það væri heimskulegt, að
taka það ekki til greána.
IJraðfryst ber, grænmeti, alifuglar og allskonar
kjöt hefir fyrir slagorð: „Við frystum einungis
það hesta.“ Hraðfrystur fiskur frá mörgum af
okkar bestu félögum nýtur sama álits lijá neyt-
endum. Afleiðingin er sú, að fiskur eða skelfiskur,
sem hvorki er hraðfrystur eða i umbúðum, verður
gersamlega útundan hjá neytendum, neina fram-
leiðendur geri hreint fyrir sinum dyrum og bjóði
almenningi einungis óaðfinnanlega vöru. Ef við
ge'rum þetta ekki sjálfir, þá verðum við því miður
neyddir til þess.
Og þá förum við máske að sjá ágóðann, sem við
sjáum ekki nú, af því að við erum alt af að hugsa
um verðið, sem keppinautar okkar hjóða; látum
vöruvöndun og forsjá lúta í lægra haldi fyrir ólieil-
brigðri samkepni. Ilinn hyggni kaupsýslumaður,
sá, se'm sér livað er í aðsígi, viðurkennir hreyttar
aðstæður áður en þær eru orðnar að veruleika, og
er viðhúinn, er þær koma.
Breytingin er í aðsígi það er áreiðanlegt —,
og áður en langt liður verður ekki liægt að bjóða
almenningi nema góða og vandaða fiskfæðu.
Það hesta, sem við getum óskað eftir, er að
breytingin verði ekki skyndileg, he'ldur það Iiæg-
fara, að við getum allir verið viðbúnir.