Sjómaðurinn - 01.10.1939, Blaðsíða 37
S JÓM AÐURINN
31
Yfirburðir Diesel-véla.
Yfirburðir Dieselvéla fram yfir gufuvélar eru orðnir staðreynd.
Ðieselvél í togurum er eina tegundin, sem riú
getur borgað sig. SJdpaeigendur tregir á að
breyta til. En yfirburðir augljósir. Álit skipstjóra
og skipshafnar.
Eftir H. C. tí.oot h.
Ég hefi lesið með lalsverðri athygli ýmsar
greinar, sem birzt hafa smátt og smátt í dálk-
um allslconar tímarita um dieselvélar í togur-
um. Enda þótt þekking min á þvi, hve margir
diesel-togarar eru gerðir út hér á landi, sé tak-
mörkuð, þá hefi ég getað aflað mér dáiitillar
upplýsinga um fjölda þann, sem gerður er iil
frá nokkrum höfnum á austurströndinni, og ég
er dálítið hissa á þvi, hvað þessari tegund véla
hefir orðið lítið ágengt, livað útbreiðslu snertir,
samanborið við gufuvélarnar.
Er það þá svo, að togarareigendur séu tregir
til að fásl við það, sem þeir kunna að álíla ný-
uppfundnar vélar? Eða eru þeir ánægðir með
að fá minni ágóða af gufuskipum? -— en það
fá þeir núna. Það er vel kunugt, að síldarfram-
leiðslan alveg sérstaklega iiefir stórskaðast vegna
markaðstapa í Rússlandi og Þýzkalandi, og þar
sem báðar þessar þjóðir auka nú fiskiflota sína
sem ákafast, þá er lítið útlit fyrir, að liægt verði
að vinna aftur í framtíðinni það, sem tapast
iiefir.
Það litur því út fyrir, að til þess að hægt verði
að komast af með innanlandsmarkaðinn, þurfi
minni skip og ódýrari i rekstri. Einmitt með
þetta fyrir augum, hefir diesel-vélin yfirburði.
Því engir eru katlarnir og lítið rúm fyrir elds-
neyti. Það þarf því ekki að minka fiskirúm-
ið, þótl skipið sé minna.
Vissulega eru margar gufuvéla, sem búið er
að nota í mörg ár, búnar að borga sig, en þær
eru nú með hverjum degi sem liður, að verða
dýr og ónothæf tæki. Þar að auki kemur það,
sem meira er í varið, til greina, en það er á-
reiðanleikinn, sem líf og öryggi skipshafnarinn-
ar veltur á.
Það má nú álíta nýtizku diesel-vél sparneytn-
ustu og áreiðanlegustu aflvél, sem völ er á í dag.
Hún á vaxandi vinsældum að fagna í smærri
skipum, og kemur þar i stað annara olíuvéla.
Þetta sama gildir um hin stóru vöruflutninga-
og farþegaskip um allan lieim.
Ef stór skipafélög eru undir það búin, að
leggja noklcur þúsund pund í kaup á diesel-
vélum handa slcipum sínum, þá geta þau treyst
því, að það mun borga sig.
IÍOLAVERÐIÐ.
Al’ grein i nýútkomnum blöðum má ráða, að
togaraeigendur við Humberfljót liafa beðið stór-
skipasmiði um að gera tilboð í að byggja skip,
sem séu 175 feta löng og hafi að minsta kosli
14y2 mílna hraða, fulllestuð. Þetta er vegna
verðsins, sem þeir liafa orðið að greiða fyrir
kolin.
Yrði sú viðtæka breyting að veruleika, að mót-
orvélar kæmu í stað gufuvéla alment, þá yrði
það að vísu þungt högg fyrir kolaiðnaðinn; mink-
andi eftirspurn eflir kolum kæmi ekki aðeins
niður á námuverkamönnum, heldur einnig á
járnbrautarfélögum og starfsmönnum þeirra. E11
sérstaklega kæmi þetta liart niður á lempúrum
og mönnum þeim, sem vinna við að kola skip-
in í hafnarborgunum. Auðvitað gela fiskfr'am-
leiðendur ekki hugsað um þettá, þegar um har-
áttu fyrir eigin tilveru er að ræða, Því það er
staðreynd, að fiskframle’iðslan verður að berá sig.
í öðru mjög mikilvægu atriði koma yfirburð-
ir dieselvélanna skýrt í Ijós, en það er í sam-
bandi við eldshættu á hafinu. Eldsvoði um l)orð
i skipi er nefnilega miklu ískyggilegri og hættu-
legri en eldsvoði í landi. Frá brennandi skij)i
er oftast ekki hægt að flýja, nema þá í hafið
og drukkna þar, en það eilt, að geta kosið sér
dauðdaga, er ekki mikil huggun. Eldsneyti það,
sem venjulega er notað í dieselvélum, er ekki
eins eldfimt og það, sem nolað er í steinolíu-
mótorum.
Sá möguleiki er til, að togaraeigendur séu
tregir að breyta til vegna þess, að þeir hafi hags-
muna að gæta í kolunarfélögunum og séu þvi
að hjálpa sjálfum sér að vissu leyti, með þvi
að eyða sem mestu af kolum. En vissulega hefir
síðasta verðliækkun, sem tilkynt hefir verið, haft
jafn mikil áhrif á nettóhagnað þeirra og ann-