Sjómaðurinn - 01.10.1939, Blaðsíða 16

Sjómaðurinn - 01.10.1939, Blaðsíða 16
10 SJÓMAÐURINN Óscar Clausen: Hákarlalegur Torfa á Kleifum Oscar Clausen er þolinmóður fræða- þulur, sem jiræðir fróðleik gamalla ís- lenskra handrita, og ritar hann á nútíma- mál af óvenjulegri skarpskygni. Eru fróð- leiksþættir Oscars Clausens orðnir af- burða vinsælir, og birtist hér einn þeirra. Bók Clausens: „Sögur af Snæfellsnesi, hefir hlotið miklar vinsældir. TORFI var sonur hins göfuga manns Einars dannehrogsmanns Jónssonar í Kollafjarðar- nesi, en bróðir Torfa var m. a. Ásgeir alþingis- maður á Þingeyrum, sá er bygði liina mildu stein- kirkju, sem þar stendur enn. Einar faðir Torfa var efnaður maður, gjöfull og greiðvikinn, og Ijlessaðist því allur búskapur sinn. Torfi var fæddur á jólanóttina 1812, Cn þegar liann var aðeins 2 nátta, var honum komið í fóst- ur til ekkju, sem Guðrún hét og bjó á Hvalsá, sem er næsti bær við Kollafjarðarnes. IJjá henni ólst hann upp til 13 ára aldurs. Guðrún á Hvalsá flutti að Gestsstöðum í Miðdal og fór Torfi með lienni þangað og var þá 10 ára gamall. Fyrsta haustið, sem þau voru á Gestsstöðum, lcom upp eldur í eldhúsinu þar og lagði hann svo fram í bæjar- dyrnar, að útgangur úr hænum lokaðist, en fólkið komst alt út um baðstofuglugga, þ. á. m. Torfi litli, á nærfötunum einum. Frost var mikið og heiðskýrt veður, og var nú Torfa sagt að hlaupa til næsta bæjar, eins nakinn og hann var og berfættur. Ilann hljóp út í myrkr- yfirleilt þeir tímar, þegar peningarnir voru fljótir að koma og fara. Ole Andersen bælti fnörgum lierteknum skipum við þetta fyrsta og eftir að hann liafði verið víkingaforingi í nokk- ur ár, varð hann sjálfur útgerðarmaður og gerði út mörg skip, seme fluttu honum heim mik- in gróða af herteknum skipum. En hann upp- götvaði samt, eins og fleiri, að „fljótt fengið er fljótt farið“, og að sumir af skipstjórum hans fóru sjálfir að selja hertekin skip og farm í erlendum höfnum og svalla þar svo með skipshöfninni meðan nokkur eyrir var eftir. ið og náði i mannhjálp af næstu bæjum, svo að bænum varð I)jargað nema eldhúsinu og þótti þetta vaslde'ga gert hjá svo ungum dreng. Þvi furðaði menn á, að hann skyldi ekki kala til stór- skemda, en honum varð ekkert að meini, aðeins flagnaði lítið eitt, skinnið af fótum hans. — Svo fór hann 3 árum síðar heim til foreldra sinna og ólst þar upp við ve'njuleg bústörf á hinu stóra búi þeirra í Kollafjarðarnesi, og litróðra norður á Gjögri. Þegar Torfi var orðinn 22 ára gamall, dó Guð- mundur hróðir hans, sem bjó á Kleifum á Sel- strönd. Yar Torfi þá fenginn til þess að standa fyrir I)úi hjá ekkju hans, sem Anna hét, og svo giftist liann henni árið eftir og hjuggu þau upp frá því á Kleifum við mestu rausn og myndarskap. Fyrsta búskaparár Tox-fa, á Kleifum árið 1835, var vetur svo harður upp úr nýári, að liafís fylti Iliinaflóa og fraus saman, svo að ganga mátti á milli Vatnsness og Stranda á einmánuði, en um sumarmálin gerði svo vestanveður, svo að hafis rak inn að Sveinanesi við Bjarnarf jöi-ð. — Á þeim árum ge’ngu mörg skip frá Gjögri, oftast um 20, en flest voru það litlir sexæringar og þetta vor varð ekki komist á sjó við Gjögur, ]xví að ísinn lá til sláttir. — Um sumarið vai’ð gróðui'leysi mikið og svo hrá til votviðra á miðju sumri, svo að á mörgum bæjurn varð laðan ekki þurkuð og marg- ir gátu ekki bundið hana inn fyrr en 21 vika var af sumri. í slíku árferði byrjaði Torfi búskap sinn, en hann var svo forsjáll, að setja fátt af skepnum á vetur um haustið og vildi honum ])að til, því að bæði féllu kýr og sauðfé. — Torfi var snemma mesta veiðikló og stundaði allar veiðar af mesta kappi. Hann hygði sér þegar stórt hákarlaskip og var sjálfur fornxaður á því, og aflaði altaf svo vel, að hann var 3. aflaliæsti formaðurinn við Gjögur. Þeir sem skákuðu hon- um voru Bjarni nokkur Ásge'irsson, ísfirskur at- orkumaður og sjósóknari, og Andrés Guðmunds- son frá Gauksdal i Geiradal, annálaður formaður og þjóðhagasmiður. Á sumrin réri hann svo lil fiskjar, en á veti'um fór hann daglega á vöðusels- veiðar í fjörðunum þarna norður frá. Hákarlaskip Toi’fa hét Skrauti og var hæði fag- urt og traust, og langbest alh'a skipa í veiðistöð-

x

Sjómaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.