Sjómaðurinn - 01.10.1939, Page 26

Sjómaðurinn - 01.10.1939, Page 26
20 SJÓMAÐURINN Ákvæði samnings þessa um áhættusvæði og á- hættuþóknun skulu gilda frá og með 6. septem- ber 1939, en önnur ákvæði lians frá undirskriftar- degi. 9. gr.: Til viðbótar hinni lögboðnu tryggingu hjá Tryggingarstofnun ríkisins skulu útgerðarfé- lögin tryggja skipverja sérstakri stríðstryggingu fyrir örorku og dauða. Áhöfn skal stríðstryggja á þeim skipum, sem eru stríðstrygð. Örorkubætur ef um fulla örorku er að ræða skulu eigi vera lægri en kr. 22.000,00 samkvæml hinni sérstöku stríðstryggingu og hlutfallslega fyrir skerða örorku. Örorkubætur mega greiðast sem lífeyrir. Lægstu dánarbætur skulu vera kr. 12.000.00, til ekkju með eitt barn kr. 17.000.00, og til ekkju með tvö hörn eða fleiri kr. 21.000. Þó skal þessi sérstaka stríðs- trygging á yfirmönnum ekki fara niður úr kr. 18.000.00. Fjölskvlduástæður manna í byrjun ferða skulu lagðar til grundvallar fyrir tryggingunum. 10. gr.: Skipaútgerðarfélögin saman annars vegar og stéttarfélögin saman liins vegar geta sagt upp samningi þessum með 30 daga fyrirvara. Reykjavik, 7. október 1939. Sjómannafélag Reykjavíkur, Sigurjón Á Ólafsson (sign.) Vélstjórafélag íslands, Þst. Árnason (sign.) Stýrimannafélag Islands, Jón Áxel Pétursson (sign.) Matsveina- og veitingaþjónafélag Islands, Janus Halldórsson (sign.) F. h. Félags ísl. loftskeytamanna, Geir Ólafsson (sign.) H.f. Eimskipafélag Islands, G. Vilhjálmsson (sign.) F. h. Skipaútgerð ríkisins, Pálmi Loftsson (sign.) F. h. Eimskipafélag Reykjavíkur li.f., Theódór Jakobsson (sign.) F. h. Útgerðarfélag KF7A h.f., R. Sigurðsson (sign.) skv.umb. Eimskipafélagið tsafold li.f., G. Guðjónsson (sign). Samkomulag togarasjómanna og togaraeigenda er svohljóðandi: „1. gr. Áhættuþóknun reiknast frá því að skip siglir fram hjá Reykjanesi eða Langanesi á útleið. Fari skip lil útlanda af svæðinu sunnan nefndra staða, reiknast áhættuþóknun frá þvi skipið legg- ur af stað. Áhættuþóknun reiknast til þess tíma, er skipið siglir fram hjá nefndum stöðum á upp- leið eða byrjar veiðar eða kemur í höfn sunnan Reykjaness eða Langaness. Meira en hálfur sólarhringur á áhættusvæðinu reiknast sem heill, en minni hluti úr sólarhring sem hálfur. Innan þessa svæðis teljast ekki veiðar hyrjaðar, nema því aðeins að þær séu stundaðar yfir 12 klukkuslundir. Áhættuþóknunin er 250% og miðast við kr. 232.00 mánaðarkaup á togara, sem stundar veiðar og siglir með aflann, og kr. 270.00 mánaðarkaup á logara, sem eingöngu kaupir fisk eða er leigður lil flutninga. 2. gr. Skipverjar þeir, er þetta samkomulag nær til, eru trygðir fyrir kr. 15.000.00 — fyrir dauða eða örorku af völdum ófriðar eða af ósönnuðum orsökum umfram hina lögboðnu rikistryggingu. 3. gr. Þeir, sem ekki sigla til útlanda á togara, sem veiðir, miðað við 17 manna áhöfn — (samkv. fyrri samningum), — skulu halda mánaðarkaupi sínu. Það skal á valdi skipstjóra, hve margir sigla, þó ekki færri en 12. Gert er ráð fyrir, að þeir, er fiskveiðar stunda, sigli til skiftis. 4. gr. Skipstjón af völdum ófriðar telst falla undir ákvæði 41. gr. Sjómannalaganna. 5. gr. Samkonmlag þetta gengur í gildi frá undirskriftardegi og getur hvor aðili sagt því upp með 30 daga fyrirvara.“ Sjómenn, athugið! Nauðsynlegt er að sjómenn geli þess, þegar þeir eru skráðir í skiprúm, hverja þeir hafa á framfæri sínu. Tilgreinið: konu, börn, föður, móður eða aðra, sem hægt er að telja að þeir vinni fvrir. Það getur varðað miklu, að þetta sé gjört.

x

Sjómaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.