Sjómaðurinn - 01.10.1939, Page 38

Sjómaðurinn - 01.10.1939, Page 38
32 SJÓMAÐURINN ara skipaeigenda. Það virðist því óhjákvæmi- legt, að fyr eða síðar verði fundið ráð til að tryggja uppskeru hafsins, og þeir skipaeigendur, sem liægt verður að sannfæra um yfirhurði die- sel-skipa, munu þá án efa uppskera launin. Ég var svo láiisamur, að vera með i veiði- för á diesel-togara fyrir skömmu, og þótti mik- ið til þess koma, hve skipið lét vel að stjórn. Állur útbúnaður var þannig, að einn maður gat auðveldlega stjórnað liraða og gángb'reytingu vélarinnar. Það er eftirtektarvert hve auðvelt er að setja diesel-vélina í gang. Vélstjórarnir þurfa ekki að koma um horð fyr en næstum því á síðustu mínútu. Aftur á móti verða þeir, sem eru á gufuskipum, að fara um borð mörgum klukku- tímum áður, til þess að kynda upp. Sama gild- ir þegar komið er í höfn. Vélstjórarnir fara í land strax og búið er að binda skipið. En þeir, sem eru á gufuskipum, verða að vera í véla- rúminu að minsta kosti klukkutíma, til þess að hreinsa til o. s. frv. I umræddri veiðför fengunx við vont veður, mikla storma með köflum, snjó og slydduél. Við höfðum loftskeytasamband við nokkra togara sem gengu fyrir gufu, og fengum að vita, að þeir liöfðu orðið að liggja til drifs í verstu hrin- unum, meðan vonda veðrið var. En við gátum stöðugt haldið áfram að fiska í 8 daga, en þá var gengiö frá veiðarfærunum. Mörg markverð samtöl áttu sér stað við skip- sljórann og ýmsa menn af skipshöfninni. Einu atriði veitti skipshöfnin alveg sérstaka athygli, þegar gerður var samanburður við gufuvél, en það var hinn jafni, hávaðalausi gangur raf- magnsvindunnar. Skipstjórinn talaði um fiski- veiðarnar alment, og að hans áliti er diesel-tog- ari hin eina tegund skipa, sem hægt er að gera sér vonir um að geti borið sig. Ennfremur benti hann á það, að vélin er aðeins notuð við raun- vrulega vinnu, og fara því peningarnir ekki til ónýtis. Skipið er altaf vel lestað; ekki yfirlest- að af kolum, þegar látið er úr höfn, og liggur ekki á nösunum, þegar komið er ti 1 baka. Lauslega þýtt úr The Fishing News. SJÓMENN! Verslið við þá, sem auglýsa í Sjómanninum! Gerist fastir áskrifendur að SJÓMANNINUM! Ný tegund síldveiðiskipa. IÞýskalandi hefir nýlega verið te'kin i notkun ný tegund síldveiðiskipa,semeru þannig úthú- in, að þau geta stundað bæðirekneta-ogvörpuveið- ar. Um 20 skip hafa þegar verið tekin í notkun, og er búist við að þeim verði fjölgað ört, því að þau eru talin mjög ódýr i rekstri og geta stundað veiðar á mjög stóru svæði. Aðalkostur þessara skipa er sá, að þau geta stundað veiðar alt árið, þar sem liin gömlu rek- netaskip gátu að eins verið að veiðum frá júní lil desember. Þessi nýju skip eru af tveimur gerðum. Þau minni e'ru þannig útbúin, að ef þau fá litla veiði i reknet, þá gela þau skift um og notað vörpu, án þess að fara i höfn. Til dæmis heldur sildin sig oft á töluverðu dýpi í ágúst og september, og gela þá þessi skip náð í liana með vörpunni. Þessi tegund ere einungis ætluð til veiða í Norðursjó. Stærri skipin eru um 40 mtr. á lengd, 7,7 mtr. á breidd og 3,87 mtr. á dýpt. Þau eru knúin með 500 hestafla hre'yfli. Þau hafa stórt kælirúm og eiga að geta stundað veiðar bæði við Norður-Nor- eg og ísland alt árið. Nokkrar umbætur liafa verið gerðar á þeim skipum, sem nú eru í smíðum, samkvæmt feng- inni re'ynslu. Þau Iiafa t. d. verið lengd um 2 metra og vélaafl aukið í 550 hestöfl. Er álitið að þessi aukna lengd muni gera þau mun betri sjóskip. Á skipunum er 17 manna áhöfn. Vistarverur all- ar og yfirbygging eru alveg aftast og gefur það meira pláss á þilfari. Þar að auki e’r það til mikils öryggis fyrir skipshöfnina, sem losnar við hinar mörgu svaðilfarir fram í, í vondum veðrum. Rannsókn á áhrifum stýrisins á framknúning. Sannprófanir Froude-tilraunastofunnar. Tilraunum, sem gerðar voru lil þess að rann- saka áhrif stjórnar (stýrisins) á framknúning skips var lýst í hlaðinu „Sjiecial Trials of tlie Beacon Grauge“, eftir herra A. Emerson, B. Sc., frá William Froude tilraunastofunni, og var það lesið upp á fundi, sem haldinn var hjá Nortli- East Coast Institution og Engineers and Ship- builders. Blaðið sagði frá Beacon Gauge tilraun- um á afmarkaðri sjómílu og samanburði við árangur model-tilrauna. Ennfremur lýsti það lil-

x

Sjómaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.