Sjómaðurinn - 01.10.1939, Blaðsíða 22

Sjómaðurinn - 01.10.1939, Blaðsíða 22
16 S JÓMAÐURINN orla. Varð ýmsum starsýnt á liana og stungu menn saman nefjum um að þarna væri komið skip „Jensens viðvanings“. Áfram var lialdið fram hjá skonnortunni, en er farið var fram lijá henni veif- aði maður sem var efst i einu mastrinu í ákafa og þóttust ýmsir kenna þar Jensen viðvaning. Var mörgum i huga „Lykke paa Rejsen“, en enginn þorði neitt að segja hátt, því sá „fyrsti“ var i ess- inu sínu eins og venjulega þegar lagl var úr liöfn. Var nú siglt yfir Hamton Roads og lagt út á hið víða haf og ferðinni heitið til Danmerkur með kornfarminn. Skipstjóri skipaði svo fyrir að sigla skyldi stórsirkilstefnu yfir liafið, en það er stysla leið milli heimsálfanna. Stýrimenn töldu öJl vand- kvæði á að gera það strax vegna þess að stefnurn- ar lægju svo nálægt landi í fyrstu, að krækja yrði er norðar drægi, og svo ennfremur vegna þess, að nú var sá tími kominn, að isinn liafði færsl það langl suður á bóginn, að liætt var við að lenda í honum á Newfoundlandsbönkunum. Var um þetta þæft um sinn og vilnað til umsagnar Brownsalmanaks um þessi efni. En alt kom fyrir ekki. Skipstjóri sat við sinn keip og sett var stór- sirkilsfefnan, með Hamton Roads sem affarastað og Enslca Kanalinn sem aðkomuslað, því taka átti kol i Dartmouth á Englandi. Sagði nú litið af ferð- um uns eygð var litil eyja, sem að eins örlaði á up]) úr sjónum. Það var Sable Island. Er vafasamt að nokkur veitti henni athygli, ef ekki væru þar tveir stórir vitar og svo ennfremur hversu illræmd Iiún er vegna skipsstranda. Reyndist það rétt að lieygja varð úr lcið vegna eyjunnar, en það kom ekki að sök. Eyjan hvarf fljótt sjónum, og áfram miðaði til Newfoundlandshankanna. Gamli Loki synti þetla áfram eins og burðarklár og bar kornbagga sina möglunarlaust, lítið órandi frekar en klárana stundum, lil móts við livað farið var. Enn þá einu sinni var komið að máli við skipstjóra, um að ó- hyggilegt væri að sigla svo langt norður eftir sem stórsirkilstefnan har, vegna íshættunnar. En skip- stjóri sat áfram við sinn keip og liélt að ísinn gæti ekki verið svo þvkkur að ekki væri liægt að sigla í gegnum hann. Og þar við sat, áfram var haldið eftir fyrirmælum hans. Fátt bar til tíðinda og ekkert var að sjá nema máfa á stöku stað, og þóttu þeir liinir bestu gestir, svo sem hvarvetna þar sem leið sjómanna liggur. Þeir eru æði oft eina tilbreytingin frá binu mikla Iiafi og víða geim, þar sem augað eygir ekki ann- að en himinn og haf. Það var á lönguvaktinni dag nokkurn, að gamli Loki vaggaði sér i góðviðrinu, að eins var tekið að kóhia og þvi ekki um að vill- ast að isinn var ekki langt undan. Þess þurfti lield- ur ekki lengi að hiða, þvi um kl. G siðd. sást lil isbreiðu framundan. 2. stýrimaður hafði vakl og gerði skipstjóra þegar aðvart. Hann lét það ekki a sig fá og kvað það ekki mundu vera neitt að ráði. Áfram þokaðist Loki gamli og nær ísbreið- unni, en elcki kom skipstjórinn, var nú krækt fyrir breiðuna og skipstjóri enn á ný látinn vita að al- staðar væri ís livar sem augað eygði. Sendi hann þau hoð aftur að krækja fyrir breiðurnar meðan liægt væri. Svamlaði nú Lold til hægri og vinstri, en það kom að því, að hvergi sást vök, en skip- stjóri lét sér fiátt um íinnast og kom hvergi. Þeg- ar ekki var lengur unt að krækja fyrir isinn sló 2. stýrimaður á stopp og er sýnt var að Loki mundi renna á isinn var slegið á fulla ferð aftur á hak og stöðvaði skipið rétt áður en að ísskörinni kom. Þegar þetta liafði gers t kom skipstjóri upp á stjórnpall og bölvaði i sífellu, þvi livei-gi sá á dökk- an díl framundan eða til hliðar og þvi sýnt, að eilt af tvennu var að gera, að snúa aftur eða halda inn i ísinn. Fæstum á skipinu datt annað í hug, en að snú- ið yrði aftur, sérstaklega þegar þcss var gætt að Loki gamli var enginn unglingur, þar sem hann var kominn á ferlugsaldur. Þá var það og á vit- und manna, að ekki þótti ráðlegt að viðberja hann nema með varúð og því pensillinn notaður meira en riðhamarinn um horð á honum; og bá sjald- an að sá síðari var notaður duttu ólukkans göt á Loka sem vélstjórarnir áttu fult i fangi með að bæta. Langa vaktin var á enda er legið var við ís- röndina. — Kaldann gustinn lagði frá ísnum alla leið inn í íbúðir skipverja. JÞegar sesl var að snæð- ingi brunaði Loki gamli inn í ísinn að fyrirlagi skipstjóra og fór nú að kárna gamanið, þvi und- irtók i skipinu er það þröngvaði sér í gegnum isinn. Það leið á kvöldvaktina, en fæstum var svefnsamt. ísinn þyknaði stöðugt eftir því sem lengra kom, og skipið skalf og nötraði af áreynsl- unni. Um miðnætti eða rétl í byrjun „hundsins“, lcom í Ijós að skipið var orðið lekt að framan. Yar þá loks snúið við og haldið svipaða leið lil baka, því nú var skipstjóra orðið það ljóst, að ekki var jafn auðvelt að komast i gegnum Grænlandsísinn og hann hélt og það þrátt fyrir það þó hann hefði farið alla þessa löngu leið, suður á Newfound- landsbanka. Er út úr ísnum konl, var hafist lianda Framh. á bls. 21..

x

Sjómaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.