Sjómaðurinn - 01.10.1939, Page 17

Sjómaðurinn - 01.10.1939, Page 17
SJÓMAÐURINN 11 inni. Þessu gócSa skipi sínu réri Torfi á G.jögri þriðja dag páska, sem var þann 13. apríl 1843. Á skipinu voru váldir hásetar, því að allir vildu róa með Torfa. Þe'nnan dag réru allir Gjögrarar. Dag- ana áður hafði verið Iivasl þykkviðri, en um nótt- ina létti til með norðan veðri og var því heiðríkt, en nokkuð brim. Þegar siðustn skipin voru róin, gekk útsynningsblika yfir þvert loftið og hvesti svo talsvert á suðvestan með kafaldi, en bá var rakið leiði frá Rifskerjum til hiiða. Svo dimt varð af kafaldinu, að ekki sásl til lands þegar komið var á grunnið. Stærstu skipin, eða áttæringarnir, sigldu samt þangað lil komið var 5 vikur undan landi, og lögð- nst þar við stjóra. Veðrið harðnaði altaf, svo að rok var i fjörðum og með fjöllum svo að vaðina eða færin var ekki liægt að hemja í sjó, enda bann- aði þá Torfi mönnum sínum, að veta að reyna að renna færi og sagði, að það væri ekki til annars en að væla sig, ef eitthvað kynni að konia á. — Svo létti kafaldinu og var veðrið ]>á fullharðnað, en það hélst frá þriðjudagskvöldi til fimtudags- morguns. - Þá hægði og gerði logn að mestu, og þann dag var fiskað. Á fimtudagskvöldið þyknaði aftur í lofti og snerist vindur til austurs, og dimdi mjög til hafs- ins. Þá sagði Torfi við háseta sina, að nú væru tveir kostir, annaðhvort að sigla upp um nóttina og e’iea undir hversu það tækist, eða liggja af lág- nættið og vita hvort ekki lygndi með morgnin- um, og það kvað liann sér vera næst skapi, þó að sér þæfti það meiri mannaníðsla, einkum ef hann bvesti affur upn á vestan. — Hésetarnir sögðu, að hann skvldi ekki, þeirra vegna, hlífast við að liggja og kváðust veíra reiðnhúnir að taka hverju, sem að höndum bæri. — Var svo það ráð tekið, að liggia um nóttina. Nú fór alt í einu að rigna og svo rak á aust- norðan rok með stórsjó og bleytu-kafaldi, svo að varla grilti út fyrir borðstokkinn á ,,Skrauta“ og þannig lágu þeir alla nóttina. Torfi Iiafði kompás með sér og á föstudagsmorguninn, þegar svo bjart var orðið. að hann gat séð á kompásinn, lét hann levsa og taka til sec?la. Þegar þeir svo voru farnir að sigla, gekk vöðrið smámsaman lil útnorðurs og livesti svo mikið, að lækka varð seglið, sem ]íó var ekki nema 6 álna, eða 4 stikna hátt. — Það skreið vel og vissu þeir ekki fyrri til, en þeir voru komnir á skipaleiðina upp með Rifskerjum, en bá er ekki lengra en stuttur stekkiarveggur inn á Gjögur, sem er þar inn með landinu fil útnorð- Urs. — * Þegar þarna var komið, skall á, eins og liendi væri veifað, norðan blindbylur með svo miklum ofsa, að fáir mundu annað eins af þeirri átt þar nyrðra. Torfi lét þá fella seglið í skyndi og taka til ára, en ekkert dugði, meira rak en gekk áfram. Þá lét hann varpa akkeri, en það var dreki með 4 álmum, og þegar það var komið í botn, reynd- ist dýpið. Síðan var mastrið felt og bundið ásamt öðrum farvið, svo að hann tæki ekki út. Þá lét Torfi kasta lit færi með vaðsteini, til þess að vita hvert ræki og kom þá í ljós, að skipið rak eins og það væri laust. Var þá ge'fið út á legustrengnum þangað til 100 faðmar voru úti og rak þó enn nokkra stund þangað til festist á 10 faðma dýpi. Þannig lágu. þeir til miðaftans. — Þá rofaði svo til, að sást til lands og hafði þá rekið viku sjávar og voru þeir nú komnir fram undan fjalli því, er Byrgisvíkurfjall heitir. — Þarna var hvergi ó- hætt fyrir blindskerjum og grilti nú stundum í fjallið, en annað veifið sá ekki lit fyrir borðstokk- inn. —- Ilásetarnir vildu nú leysa og hleypa inn með landinu, en þá sagði Torfi, að að visu væri þar ekki góð vist, en afar hættulegt væri þó að leysa, þar sem myrkur og ofsaveður væri og eintómar grynningar fyrir. Svo spurði hann hásetana um, hvort þeir væru ákveðnir í ])vi, að taka öllu sem að höndum bæri, því að þá skyldi þegar leysa og taka til segla. —• Þeir sögðust albúnir og var drek- inn því dreginn. Þá dimdi alí í einu, svo að kaf- aldið liafði aldrei svartara verið og var þá beitt frá landi éit i mestu óvissu, en eftir stutta stund braut boða lieggja megin við framstafn skipsins. Maður var Iiafður i stafni til aðgæslu og sá hann boðann og kallaði, en veðragnýr og brimöskur var svo mikið, að köll hans heyrðust ekki úr stafni aftur í skut. Torfi sigldi því beint í gegnum boðann og foss- aði sjórinn inn á bæði borð, en engin tiltök voru að vikja þar sem brim og boðar risu i öllum átt- um. — Þessa leið hafði Torfi siglt með seglskaut- inu einu og kom nú snöggvast grunnsævi, en þá voru svo miklar grynningar og brot framundan, að alstaðar Iivílfyssaði og var því engin lífsvon að sigla i gegnum það. Torfi lét því aftur varpa drekanum og varð þegar fast á 15 faðma dýpi. Frost hafði verið allan daginn, en nú herti það svo, að alt sýldi. Þá tók Torfi það ráð, að breiða seglið vfir þófturnar og liöfðu mennirnir skjól undir því um nóttina svo að þá kæli síður til dauða. — Þegar svo skipið fór að klaka að utan

x

Sjómaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.