Sjómaðurinn - 01.10.1939, Blaðsíða 39

Sjómaðurinn - 01.10.1939, Blaðsíða 39
S JÓM AÐURINN 33 raunum, sem gerðar voru á stjórn skips og stýr- ingu, svo og fleiri athugunum, sem gerðar voru. Fyrsta daginn náðist árangur af tilraunum, sem gerðar voru í sambandi við hina venjulegu af- mörkuðu sjómilu. Annan daginn voru farnir tveir hálfhringir í kring um bauju, og siðan var farið fjórum sinnum í boga, þar sem hin af- mælda sjómíla var afmörkuð. Samfeldar athug- anir voru gerðar á: hraða, stefnu, snúningsafli (torque) og snúningshraða hvors öxuls fyrir sig. Athugað var, hve mikið var lagt á stýrið, og einnig hraði vindsins. Model-tilraunir voru gerð- ar með nákvæmri eftirlíkingu á skilyrðum í skipum. Höfundurinn kom með ályktanir, sem draga hæri af rannsóknunum og sagði, að l)laðið sýndi það, að venjuleg áætlun um afl, sem hygð væri á model-tilraunum kæmi heim við reyndar heimildir. Model-tilraunirnar voru gerðar með nákvæmlega hliðstæðri djúpristu og átti sér stað i skipi. Aðferðin við að sundurliða öfl þau, er verkuðu á hol skipsins, bar samskonar árang- ur, þótt ekki væri farin bein stefna. En þekk- ing var þó ekki næg fyrir liendi til þess, að hægt væri að ákveða hvort nokkurt afl liefði verið skakt metið. ÁHRIF SKRÚFUVATNSINS. Þegar stýrinu var snögglega beitt inn í skrúfu- vatnið, þá truflaði það alvarlega framknúning skipsins. Þegar stýrinu var snúið snögglega 203 til hliðar, þá var byrjunartap á framknúningi um 40 af hundraði. Þegar stýrinu var ekki beitl inn í skrúfuvatnið, var hægt að áætla hina auknu mótstöðu af þektum staðreyndum. Þeg- ar stýrinu var beitt 5° til hliðar á beinni stefnu, jókst mótstaðan næstum 2 af lnmdraði. Smá- vægileg stefnubreyting jók mótstöðuna aðeins óbeint. Það þurfti að nota stýrið til þess að koma jafnvægi á snúningshreyfingu vatnsafslins á hol skipsins. Þegar tekin var beygja, jókst snúningshraði ytri skrúfunnar, þar til skipið var húið að taka beygjuna með jöfnum hraða. Snúningshraði innri skrúfunnar minkaði lengur en þeirrar ytri jókst. Vindingur ásanna var hreytilegur um alt að 3 af hundraði. Vindingurinn jókst eftiriþví sem snúningshraðinn minkaði svo að aflið, sem öxull- inn skilaði, minkaði ekki samsvarandi snúnings- hraðanum. Lauslega þýtt úr The Fishing News. IMM BORÐS OO 1 TA\ Siglingar hefjast til Ameríku. Goðafoss lagði upp í sína fyrstu Amerikuferð 0. þ. m. Dettifoss er einnig lagður af stað, báðir fullhlaðnir islenskum afurðum. Eru rétt um 20 ár síðan Ameríkuferðir íslensku skipanna liættu. Er hagalegt hve skipin eru lítil og sýnilegt nú að henpilegt hefði verið að hér hefði verið til 3000 - 3500 smálesta skip til þessara ferða. 'S.iómenn athugið! Gælið vel að hví að hátar, bæði seel og árar s°n i póðu standi, og athugið vandlega blakkir og inlí op annað sem heyrir því til að koma bátunum á flot. Gætið þess einnig að rakettur og aðrar nauðsynjar séu i hátunum því enginn veit nema að alls þessa sé þörf þá minst varir. Vandvirkni °g nákvæmni í þessum efnum er ekki hræðsla — heldur fyrirhyggja. Merkileg nýjung! Það munu vera loftskeytamennirnir okkar sem komið hafa með þá hugmynd, að einn hátur á hverju skipi, sem siglir á stríðshættusvæð- um, skuli húinn litlum loft- skeytatækjum, sem unt væri að nota í ítrustu neyð. Þessi hugmynd er sannarlega þess verð, að henni sé gaumur gefinn, þvi vel gæti svo farið, að smásendistöð er hér um ræðir, gæti fengið því áorkað, að menn björguðust fyrir það eitt, væri að láta v hvar þeir væru staddir hérumbil. Þess er að vænta að hugmynd þessari verði gaumur gefinn. Gerist fastir áskrifendur að SJÓMANNINUM!

x

Sjómaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.