Sjómaðurinn - 01.12.1943, Síða 26
8
SJÓMAÐURÍNN
sem til var, því að nú skyldi skeiðin ganga. Hægur
austan var á og þvi liðugur vindur fyrir Hafnarnes
og þvi óþarfi að gjöra meira en damla með ú fjór-
ar árar, lil skiptis, rétt til að halda á sér liita. Þetta
stóð þó eigi lengi, og er komið var út undir Hafn-
arnes, var komið logn að meslu, en sjór iiafði þó
vaxið nokkuð. \rar þvi ekki um annað að ræða
en fella segl og leggja út allar árar, þvi að leiðin
var löng, „átján þúsund áratog áltatíu og fjegur“,
og einungis nokkur hluti hennar þegar farinn.
Fram, hjá Ilafnarnesi, vestur með „Bergi“, fram
lijá „Keflavík“ og vestur „Forir“ skreið skeiðin,
undan áratogum öldunganna og unglinganna, og
leiðin sóltist, þó löng væri og handaflið eitt til
framdráttar.
Þrátt fyrir Jognið virtist undiraldan heldur auk-
ast og boðaði það ekki gott, því inn um brimsund
var að fara, er út í Selvog kom. Við, sem yngri
vorum, gjörðum okkur litla hugmynd lim það og
höfðum cngar áhyggjur af þvi, enda höfðum við
nóg um að liugsa, þar sem annarsvegar var sjó-
veikin og baráttan við iiana, en hinsvegar það,
að halda áralaginu, eins og sjómönnum bar að
gjöra.
Vestur á mið þeirra Selvogsmanna var íiú kom-
ið, Nesvarða sást og undirlendið, sem tekur við
vestur af sjálfu „Berginu“, og þar gat að iíla fyrir-
iieitna landið, Selvog. Við herðum róðurinn, þvi
degi tók að iialla og ekki til setu boðið, þar sem að
affermingu og setningu lokið slcyldi halda gang-
andi austur á leið til Eyrarbakka, helzt af öllu, um
nóttina.
Þar kom að við náðum svo langt, að við álitum
okkur vera við Sundið inn í Lónið fram af Nesvör.
Sáum við þá, að hátar voru allir uppi og talsvert
brim. Var nú staldrað við um stund og veittum
við því þá eftirtekt, að fjöldi manns hafði safnazt
saman skammt austur af Nesi. Ekki vissum við
hvað það þýddi, né heldur hvað fólkið hafðist að.
Við rerum nær og formaður skimaði í ýmsar áttir,
íbygginn á svip, að okkur strákunum fannst. Allir
héldum við vafalaust, að við værum á leiðinni inn
Sundið, lil fyrirheitna landsins að Nesi.
Allt i einu tóku sig upp heljarmiklir brotsjóir
allt í kring um okkur og datt vist engum í hug
annað en þeir mundu hvolfa kænunni okkar, en
skyndilega var sem allt afl drægi úr þeim og
brotið þvarr, en háir og krappir héldust þeir, og
litla kænan okkar, sem áður hafði verið stórt skip
í okkar augum, meðan lognið og sjóleysan hélzt,
lyfti sér yfir þessa fjallahryggi eins og fyrirtaks
sjóskipi bar að gjöra. „Hvern andskotann erlu að
fara?“ kvað við úr skutnum. Það var bróðir for-
mannsins, sem sendi frá sér þessa óliefluðu spurn-
ingu. — „Ratarðu ekki?“ bætti liann við. — Við
rerum nú lífróður út á, því að landmegin við okk-
ur braut allsstaðar. Er við vorum komnir svo langt
út, að öllu virlist óhætt, andæfðum við aðeins og
var nú athugað betur hvað þeir í landi höfðust
að. Fá orð féllu, en nú hafði bróðirinn tekið við
stjórninni i bili.
Sáum við nú, að einhver í landi veifaði eins og
við ættum að róa vestur eftir, en þangað fýsti okk-
ur ekki, þvi einnig þar voru sker og grynningar.
Við biðum þvi átekta. Að litilli stundu liðinni sáum
við að mannfjöldinn í landi tók að setja skip eftir
'snjónum og stefndu því vestur landið, vestur fyrir
Nes. Þóttust liinir vitrari þá sjá, að einhver ráð
kynni Páll í Nesi, og mundi hann ætla að koma
lit og leiðbeina okkur inn í vör. Hann var gamall
maður og hinn mesti sjógarpur.
Áfram brunaði fleytan á sjónum, en við á Von
andæfðum og fylgdumst með öllu, sem gerðist i
landi. Sáum við, að stefnt var vestur í áltina til
Strandar, og er þangað vestur undir kom, var ýtt
niður að sjó. Litlu síðar sásl skipið skríða út á
milli skerjanna undir árum þeirra Selvogsmanna.
Það birti í hugum okkar unglinganna, er mál-
um hafði skipazt á þennan veg, því einhvernveg-
inn fannst okkur glansinn vera farinn að fara af
þessari miklu sjóferð, sem ætlaði að enda á allt
annan veg en við höfðum gjört ráð fyrir. Og
mikill lilaut sá Páll í Nesi að vera, sem færði skip
um langa vegu jafnt á landi sem sjó.
Við rerum nú í áttina til þeirra Selvogsmanna
og var með okkur fagnaðarfundur. Páll í Nesi
kom yfirum lil okkar og tók við stjórn, en eg, sent
var yngstur, var látinn hvílast og hreiðrað um mig
milli koffortanna og pokanna í skipinu. Var nú
haldið inn Strandarsund. Þar var ládeyða í suð-
austan, að þeir sögðu, en með öllu ófært inn
Nesmegin, eins og þeir orðuðu ]>að.
Er inn i Vör kom, var borið af skipinu i skyndi
og tók það stuttan tíma, því að margar liendur
hjálpuðust þar að verki. Síðan var skipunum brýnt,
en að því búnu haldið heim að Nesi með Páli bónda.
Sjóðheit ketsúpa beið okkar þar og þarf ekki frá
að segja, hver afdrif hennar urðu.
Er við höfðum etið okkur metta, kom inn til
okkar lílil stúlka og tók sér stöðu við hlið Páls.
Það var dóttir hans, unglingur að aldri. „Jæja,
Stina min, þá sérðu nú mennina alla lifandi,“ sagði
Páll og klappaði á kinn litlu stúlkunnar, cn hún
leil upp og brosti sínu hýra og barnslega brosi og