Sjómaðurinn - 01.12.1943, Side 38
20
SJÓMAÐURINN
ing meðal sjómanna en aðra, þar eð ég hafði það
á liendi frá hálfu Lefoliisverzlunar á Eyrarbakka,
að miðla þeim ^alti og ýmiskonar vörum
öðrum. Þá varð ég og lil þess, að setja
á stofn hinn svonefnda „Sjómannaskóla Ár-
nessýslu“, er siarfaði í öllum veiðistöðvun-
um, Loftsstöðum, Stokkseyri, Eyrarbakka og
Þorlákshöfn, frá 1890 til 1902, og sem ég kenndi
við (á Stokkseyri) öll þessi ár. Mér var þvi kunn-
ugra um hátlu þeirra og siðu frekar en flestum
öðrum, en l'rá veiðistöðinni Stokkseyri einni gengu
þá flestöll árin 45—48 skip, með 12—16 manna
áhöfn hvert þeirra, enda voru þau flest 10 eða 12
róin.
Segja mátti, að sérhver skipshöfn væri „heim-
ili“ út af fyrir sig, og að þar ríkti eining og frið-
ur, saméiginlegur áhugi fyrir því, að láta sem
allra mest gotl af sér leiða, hvert innan sinna vé-
banda, enda voru þar margir duglegir og góðir
drengir, sívinnandi, hirðusamir og ótrauðir til
áræðis við hinn jörmuneflda Ægi og hina brimi-
sollnu strönd Suðurlandsundirlendisins.
Þar átti margur unglingurinn kost á, þólt eigi
væri hann hár í lofti, að neyta kraftá sinna, togna
við árjna, draga þunga sljóra og línur með fisk á
hverju járni og siðan að hefja lúabarning móti
slraumi og vindí, en þá var straUmurinn oft svo
þungur í Súridunum, að þótt róiriri væri lífróður,
steinmárkáði ekki, fyrri en sjóirnir riðu updir
skipið og fléyttu þvi áfram, oft með rniklum hraða
yfir á næsla ölduhrýgg.
Betri „skóla“ get ég eigi hugsað inér fyrir ung-
linga cn þann, áð hafa átt eða mega eiga við erf-
iðleika þá, sem þarna voru oftast fyrir hendi, og
sigrazt á þeinn
Þar lærðu þeir að „gá til veðurs“, Velja sjó ög
verjast ýmsum áföllum; þeir voru glaðir og gunn-
reifir, á hverju sem gekk, enda munu margir
þeirra eiga bjartar og góðar endurminningar að
geyma i hugum sinum frá þeim tímuiri, en þó eink-
um féiagslífi þeirra og framtakssömum athöfnum.
Svo eigi sé sumnrdagsveizlunni gleymt með öllu
né henni nein frel ari skil gerð, verður hér aðeins
vikið að einni þeirra. Hinar voru henni að ýmsu
leyíi 'S’ ar. e” ■ • va» '••• l':ð , ;v um óhapps
við undirbúning ’ ennar og aðdraganda.
Eormað: ”inr. r aldraðúr maður, gætinn og
rcyn. r vómrð r, en sérkennilegur nokkuð og
stirð c! r v'ð , enda mikið fyrir það gefinn.
Hrr I .!nrr sctar hans voru einnig rosknir
mer gr ' r • r 'árnum, nema einn, er Snæ-
h’( r ’’ét, ( ávallt var Snæsi nefndur.
Ilann var kominn þrem eða fjórum árum fram
yfir tekt. Fáir vissu um afl hans, en engum
duldist, þeim, er hann leit, að þar var karl með
nokkurs við undirbúning hennar og aðdraganda.
krafta í kögglum, sennilega á við tvo eða
þrjá meðalmenn. Snæsi var gæflyndur, lat-
ur, sjóhræddur ,og seinn til verka, en fengi
hann báðar varir fullar af skorriu rjóli og
tóbakstölu svo væna í munninn, að liún fyllti
vel úl í munnholið allt, og auk þess nægiega mikið
í sig og á af brennivíni, var bann liðsmaður góður
til allra verka og leið þá vel. Hann var bolvaxinn,
búkgildur og svo vöðvamikill á höndum og fótum,
að naumast varð séð, að þar væri nein liðamót á;
hann var sannnefnt drekamenni, enda rúmar þrjár
álnir á hæð. Sæi maður Snæsa álengdar nokkuð,
en þó eigi fjarri, var andlit hans á að líta sem tungl
í fyllingu og skein nautnafýsnin út úr því: Augun
voru hvítgrá og sífellt vot, nefið eldrautt og varir
hans þykkar, með biksvörtu flóðfari allt í kring
af tóbakslegi þeim, er rann úr munni lians og
nefi niður á brjóstið. Snæsi var skegglaus með
öllu og á smctli lians stirndi jafrian sem nýsoðinn
grjúpán, feitan og vel reyktan; þrátt fyrir þelta útlit
lians var hann alls eigi ógeðslegur, því meinleysið,
rólyndið og góðvildin skein úr augúm hans, enda
þótli öllum vænt um hanri.
Sjaldan mun Snæsi hafa reiðst eða skift skapi
við neinn, nema ef vera kynrii, að sigið hafi í hann,
er hann sá, að hann fengi eigi nolið jalnréttis við
aðra í almennum viðskiftum þeirra við hann, og þá
einkum „i útdeilingu hinna æðstu gæða“, er liann
vissi, að honuín og þeim höfðu hlotnazt af sjálfri
forsjóriinni; vildi hann þá hafa mat sirin og engar
refjar, enda gat hverskonar mísrétti i þvi efni
valdið því, að harin tæki þá til sinna ráða, beitti
hnefanum eða hvinnsku nokkurri, sem honum var
þó hvorki ásköpuð né eðlileg.
Snæsi var „landmaður“ hjá Jónasi formanni:
Bar upj) allan aflann, þrammaði þungan sandinn,
langan veg og hrattan, með þrjátíu Bakka-ýsur í
bak og fyrir í byrðaról sinni og ]>orska tvo eða þrjá
í hvorri hendi, eftir ])ví sem fingur hans náðu til
undir kverksigum og tálknum fiskanna. Þótt aðr-
ir, fullvaxnir menn léti oftast aðra menn lyfta á sig
byrðum sinúm, 10 eða 20 fiskum, lét Snæsi sig það
aldrei henda, heldur lyfti hanri á sig byrði sinni
sjálfur, ])ótt stór væri, sem skjaíta einum, enda
rúmaðist aldrei meira á herðum lians og öxlum en
hann bar og á þeim toldi.
Snæsi var ávalt búinn að bera aflann á skifti-
völl, er aðrir félagar lians komu að, og þótt hann