Útvarpstíðindi - 13.12.1948, Side 12

Útvarpstíðindi - 13.12.1948, Side 12
468 ÚTVARPSTÍÐINDI varpstíðindi hafi beinlínis lagt neitt nýtt til dagskrárinnar, nema ef nefna mætti, að fyrir mitt tilstilli var um tíma komið á þætti, sem,' nefndist danslag kvöldsins, og varð mjög vinsælt. Ég lét semja texta eða þýða texta við vinsælt lag, en síðan var það sungið í útvarpið oftar en einu sinni með það fyrir augum, aðj hlustendur gætu lært það. Þetta varð til þess, að mörg af þessum lögum urðu svo vinsæl, að þau voru sungin um land allt og eru sungin enn. Svo dó þessi liður eins og margir aðrir, sem hafa þó verið til gagns og skemmtunar. Ég lagði líka talsvei*t að útvarpsráði um að aukin yrðu er- indi um náttúrufræði og landafræði, en mér var og er kunnugt um það, að margir hlustendur eru sólgnir í islík fræðsluerindi. Þetta er nú það helzta, sem ég get sagt um fyrstu ár Útvarpstíðinda. Ég hætti af þeirri ástæðu, sem ég hef greint, og seldi blaðið Jóni úr Vör og Gunnari M. Magnúss. Ég vil svo nota tækifærið til þess að óska Útvarpstíðindum velfarnaðar, og þá fyrst og fremst, að dagskráin verði svo fljótt tilbúin hjá útvarpsráði, aðl Útvarpstíðindi geti gert henni þau íkvœm ónyrtinq eykur heilbrigði og fegurð. Snyrtistofan Grundarstíg 10 Sími 6119. skil sem hlustendur vonast til, og blaðið geti þar með gerzt sá tengi- liður og hjálpartæki, sem því er ætl- að að vera“. Fótspor drottins Eftir Bliss Corman. Ég fór um troönar leiðir lands að leita guðs mins — skaparans; ég fann hann ekki; en fjarri braut mér f jóla brosti í hrjósturlaut — 'þar fann ég óvænt fótspor hans. Og gegnum loftsins bylgjur brauzt, um blámadjúpið skerjalaust að eyra mínu unaðshljóð, þar aleinn þröstur söng sín Ijóð — þá heyrði ég drottins dýrðar raust. Ég hugsi stóð. — Ég heyrði og sá guðs himnaríki jörðu á er laufin snerti léttur blær við lækinn, þar sem rósin grær — þá drottins mund strauk mér um brá. Mér skýrðist lögmál skaparans: það skráðu fingur kvöldroðans. — Er sólin kvaddi, hvarf ég heim með hjartað fullt af Ijóma þeim — þá skein mér dýrðar skyklcjan hans. Ég fann mér kvikna brennheitt bál, mig brýndi eitthvert huliðsmál [að lifa þar, sem lífsþörf er: Af löngun þeirri. skildist mér fið himinn guðs er sjálfs mín sál. Sig. Júl. Jóhannesson.

x

Útvarpstíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.