Útvarpstíðindi - 13.12.1948, Side 44

Útvarpstíðindi - 13.12.1948, Side 44
500 ÚTVARPSTÍÐINDI illýtt happdrættislán ríkissjóhs Ríkisstjórnin hefur ákveðið að nota nú þegar heixnild laga nr. 82, 13. nóv. 1948 til lántöku handa ríkissjóði. Býður ríkissjóður út í því skyni 15 milljón króna innannkisldn í fonni handhafaskulda- bréfa, sem öll innleysast eftir 15 ár frá útgáfu bréfanna. Lán þetta er með sama sniði og hið fyrra happdrættislán ríkis- sjóðs. Er hvert skuldabréf að upphæð 100 krónur og sama gerð og á eldri bréfunum að öðru leyti en því, að liturinn er annar og þessi nýju bi-éf eru merkt „skuldabréf B“. Hið nýja happdrættislán er boðið út í þeim sama tilgangi og hið fyrra happdrættislán: Að afla fjár til greiðslu lausaskulda vegna ýmissa mikilvægra framkvæmda ríkisins og stuðla að aukinni spari- fjársöfnun. Meö því a'ó kaupa hin nýju hapvdrættisskuldabréf, fáiö þér enn þrjátíu sinnum tækifæri til þess aö hljóta háa happdrættisvinninga, algerlega áhættulaust. Þeir, sem eiga bréf i báöum flokkum happ- drættislánsins, fá fjórum sinnum á ári hverju i fimmtán ár aö vera meö í happdrætti um marga og stóra vinninga, en fá síöan allt fram- lag sitt endurgreitt. Það er því naumast hægt að safna sér sparifé á skynsamlegri hátt en að kaupa happdrættisskuldabréf ríkissjóðs. Útdráttur bréfa í B-flokki happdrættislánsins fer fram 15. jan. og 15. júlí ár hvert, i fyrsta sinn 15. janúar 19U9. Framhald á næstu blaðsíðu.

x

Útvarpstíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.