Viðar - 01.01.1942, Page 7
Viðar]
Þórður Kristleifsson:
Inngangsorð
Er héraðsskólarnir og nemendasavibönd þeirra tóku upp
þá nýbreytni að gefa út rit sameiginlega, var svo til œtlazt,
að það kœmi út einu sinni á ári. Þessi áœtlun var hald-
in fyrstu fjögur árin, eftir að ritið hóf göngu sína. Síðast-
liðið ár (1940) kom það hinsvegar ekki út. Orsakir þess
verða ekki greindar hér í einstökum atriðum. Aðeins skal
á það minnt, að niðurrifsöflin, sem fara hamförum gegn
hverskonar menningarviðleitni, leggja i rústir og hneppa í
fjötra heilbrigða og eðlilega þróun, hafa einnig beint og
óbeint gripið hér fram í og orðið meginorsök þessarar
truflunar á útkomu ritsins.
Þótt enn steðji að útgáfu Viðars auknir örðugleikar, rík-
ir þó eindreginn áhugi og vilji þeirra, er að ritinu standa,
að gefa það út framvegis á sama grundvelli og verið hefur.
Þetta hlé á útgáfunni hefur orðið einskonar próf á vin-
sœldir Viðars og nauðsyn skólanna og nemendasamband-
anna að eiga sér opinberan vettvang, er sé séreign þeirra.
Þar sem Viðar að þessu sinni birtir tveggja ára skóla-
skýrslur verða ritgjörðir og annað efni almenns eðlis skilj-
anlega af skornum skammti. í skýrslum skólanna, er ritið
birtir að þessu sinni, er glöggt og fjölþætt yfirlit um
kennslustörf þeirra flestra og lýst starfsháttum þeirra og
framkvœmdum á mörgum sviðum. Kaupendum Viðars œtti
að vera kœrkomið að fá tækifœri til að fylgjast með lífi
og athöfnum á skólasetrunum með tilstyrk þessara öruggu
heimilda.
Einnig hefur verið hyllzt til þess, að skólarnir legðu
allir til almennt efni í ritið. Að sönnu verða þau efnisfram-
lög skólanna misjöfn að vöxtum til. En ég ber fram' þakkir