Viðar - 01.01.1942, Side 8
6
INNGANGSORÐ
[Viðar
til þeirra kennara héraðsskólanna, sem stutt hafa ritið á
þann hátt að senda mér efni til ðirtingar.
Annálar (— fréttir af gömlum nemendum) munu njóta
vinscelda meðal lesenda Viðars. En vitaskuld verður að stilla
lengd annálanna i hóf. — Guðmundur Ólafsson, kennari á
Laugarvatni, hefur aðeins ritað fréttir af þeim nemendum,
sem eru í nemendasambandinu og venjulega ekki ár eftir
ár af þeim sömu, hafi engar markverðar breytingar orðið
á högum þeirra. Með þessari tilhögun hygg ég, að fund-
inn sé hinn gullni meðalvegur.
Mjög margir nemendur héraðsskólanna bera rœkt til rits-
ins. Þeir vilja i hvívetna sœmd þess, útbreiðslu og við-
gang. Þetta hafa þeir sýnt og sannað á ýmsan hátt á und-
anförnum árum og er óþarft að tilfœra sérstök dœmi þess.
En ekki er heldur fyrir hitt að synja, að til eru nemendur,
sem virðast láta sér í léttu rúmi liggja hver afdrif Viðars
verða. Má í þessu sambandi minna á það, að sú smámuna-
semi hefur átt sér stað, þótt ótrúlegt sé, að félagar hafa
endursent ritið i stað þess að leysa það út. Á þessu stigi er
áhugi stöku nemenda fyrir starfi skólanna og málefnum
þeirra. En allir hugsandi nemendur vita vel, að nemenda-
samböndin með Viðar sem meginhlekk í starfsemi sinni,
fylkja nemendum saman undir eitt merki, halda kynning-
unni við, halda vakandi Ijúfum minningum liðinna daga,
örva til manndóms og drengskapar i svipuðum anda og
skólarnir gjörðu, meðan nemendur nutu handleiðslu þeirra.
Meðan nemendur dveljast í héraðsskólunum, hafa þeir
rituð blöð í skólafélögunum. Eru þau lesin upp á fundum
og talin alveg ómissandi þáttur í félagsstarfinu.
Skrif nemenda í þessi skólablöð færa okkur heim sanninn
um það, að þeir búa yfir ýmsum áhugamálum. Og það er
bœði þroskandi fyrir þá og ánœgjulegt að gefa máli sínu
líf og hljóm á þennan hátt og gjöra aðra þátttakendur
í hugmyndum sínum og skoðunum.
Það er alkunna, að margir eiga auðveldara með að túlka
hugsanir sínar i riti en rœðu og hafa þá betra ráðrúm til