Viðar - 01.01.1942, Side 10
8
INNGANGSORÐ
[ViSar
Svo sem kunnugt er, settist erlent herlið að í Reykja-
skóla i Hrútafirði, skömmu eftir að land okkar var her-
numið. Siðan hefur því skólahald alveg lagzt þar niður.
Að þessu sinni getur þvi ekki verið um að rœða skólaskýrslu
Reykjaskóla.
Eftir Guðmund Daníelsson birtist stutt grein hér i ritinu:
Landvarnarmaður i Hrútafirði, þar sem drepið er á þetta
einstœða tímabil i sögu skólans og vikið að þvi á hvern
hátt skólastjóri hans, Guðmundur Gíslason, hefur með þol-
gœði haldið vörð um skólasetrið.
Viðar ber fram þá ósk, að sá dagur megi sem fyrst renna
uyp, að Reykjaskóli fái fullt frelsi, skólastjórinn hljóti
óskert húsbóndavald að nýju og islenzkur æskulýður end-
urheimti óðal sitt.
Engar skólaskýrslur eru heldur birtar frá Reykjanesskóla
i þetta skipti. Seinnipart vetrar árið 1941 brann þar stórt
heimavistarhús með meiru til kaldra kola. Þegar svona
óvæntir atburðir steðja að, er mikils um vert, að héraðs-
skólarnir eigi forystumenn, skólastjóra, sem leggja ekki ár-
ar í bát, lieldur hefjist handa, reisi úr rústum með ein-
beittum vilja og hagsýni.
Um það leyti, er ég þurfti að fá sendar skólaskýrslur til
birtingar í Viðari, var Aðalsteinn Eiríksson, skólastjóri
Reykjanesskóla, að láta reisa mikla nýbyggingu á skóla-
setrinu. Þrátt fyrir fólkseklu og marga fylgikvilla styrjald-
arinnar, er bitna tilfinnanlega á slikum athöfnum, mun
þó hafa tekizt að sigrast á örðugleikunum.
Húsakostur í Reykjanesi mun nú fullkomnari og húsrúm
þar meira en nokkru sinni fyrr.
Eins og fram kemur i skólaskýrslu Þóris Steinþórssonar,
hefur ennþá verið skipt um skólastjóra í Reykholti. Jóhann
Frímann, er um tveggja ára skeið stjórnaði skólanum með
röggsemi, hvarf aftur norður til Akureyrar s. I. haust og
gjörðist þar ritstjóri Dags. Auk þess stundar hann kennslu-
störf. Þórir Steinþórsson hefur nú verið ráðinn skólastjóri
i Reykholti.