Viðar - 01.01.1942, Page 11
Viðar]
INNGANGSORÐ
9
Eitt af þeim verkefnum, sem krefst úrlausnar í nánustu
framtíð, er að semja og gefa út hentugar námsbœkur í
ýmsum bóklegum greinum handa nemendum i héraðsskól-
unum. Líklegt má þykja, að héraðsskólarnir gœtu haft sam-
vinnu við gagnfrœðaskólana í slikum uníbótum. Þessir skólar
taka við nemendum með svipuðum undirbúningi og náms-
efni og yfirferð, í það minnsta í vissum greinum, mun vera
nokkuð svipuð. Nauðsynlegt er, að kennslubœkur séu vel
samdar, hagnýtar og stœrð þeirra og efni við hœfi nem-
enda. Nú hafa skólar þessir starfað svo lengi, að allmikil
reynsla er þegar fengin á þessu sviði. Kennarar héraðs- og
gagnfrœðaskóla munu, hver í sinni kennslugrein, hafa gjört
sér Ijóst, hvernig haga beri efnisvali til nýrra kennslubóka,
er sérstaklega vœru samdar handa þessum skólum.
Vœri hin mesta nauðsyn, að skólarnir snéru sér að því
sem fyrst, að bœta smámsaman bókakost sinn á þessu
sviði og hœfu endurbœtur og útgáfu þar, sem þörfin er
brýnust samkvœmt áliti þeirra manna, er bezt vita deili á
þessum málum.