Viðar - 01.01.1942, Blaðsíða 12
[Viðar
Gísli Jónasson yfirkennari:
Sigurður Þórólfsson
skólastjóri.
Sigurður Þórólfsson er fæddur 11.
júlí 1869 að Holti á Barðaströnd.
Faðir hans, Þórólfur, var sonur Ein-
ars bónda og hákarlaformanns að
Hreggsstöðum, Jónssonar, Einarsson-
ar, Jónssonar ríka að Æðey við ísa-
fjarðardjúp. Móðir Þórólfs var Ástríð-
ur, dóttir Þórólfs bónda að Hergilsey,
Finnssonar lögréttumanns að Skálm-
arnesi, Nikulássonar prests, Guð-
mundssonar að Múla í Barðastrand-
arsýslu. — Móðir Sigurðar, kona Þórólfs, var Margrét, dóttir
Guðmundar jarðyrkjumanns og hreppstjóra að Litluhlíð
á Barðaströnd, Guðmundssonar hreppstjóra samastaðar,
Sigmundssonar, Þórðarsonar bónda að Fæti á Barðaströnd.
Foreldrar Sigurðar voru fremur fátæk, enda höfðu þau
fyrir mörgum að sjá, því að þau eignuðust 15 börn. Sig-
urður ólst upp með foreldrum sínum, þar til hann var 16
ára. Hann var fremur heilsulítill og vann því lítið erfiðis-
vinnu, en sat hjá ám um sumur.
Þessi ár las hann mikið af gömlum íslenzkum bókum,
sem móðir hans hafði fengið eftir föður sinn. Spáðu því
margir, að hann yrði auðnulaus letingi, því að öllum stund-
um lá hann í bókum. Bókanna vegna tapaði hann oft af
ánum, og bókanna vegna var hann oft sneyptur og jafn-
vel barinn. Á Barðaströnd þótti það í þá daga auðnuleysis-
og ógæfumerki, ef unglingar „lágu í bókum“.
Vorið 1885 fluttist Sigurður til frænda síns, Björns Pét-
urssonar að Hlaðseyri við Patreksfjörð. Var hann ráðinn
Sigurður Þórólfsson