Viðar - 01.01.1942, Side 13
Viðar]
SIGURÐUR ÞÓRÓLFSSON SKÓLASTJÓRI
11
þangað til „vinnu og náms“. Björn var mikill bókamaður
og átti gott bókasafn. Mátti Sigurður nota sér það. Kenndi
Björn Sigurði á vetrarkvöldum reikning, íslenzku og margt
fleira. Móðir Sigurðar og Björn að Hlaðeyri voru einu
manneskjurnar, er trúðu því, að úr honum yrði maður, ,,ef
hann kæmist á rétta hillu“.
Hjá Birni dvaldist hann tvö ár. Næstu þrjú árin stund-
aði hann ýmsa vinnu, einkum sjómennsku, en ekki féll
honum vel sjórinn.
Árið 1890 hóf Sigurður nám við búnaðarskólann í Ólafs-
dal, og var þar tvö ár. Að loknu námi þar vann hann fjög-
ur næstu sumur að jarðabótum, bæði fyrir búnaðarfélög
og einstaklinga. Veturinn 1892—3 stundaði hann nám í
Flensborgarskólanum í Hafnarfirði. Lauk hann prófi við
kennaradeildina, sem þá var starfrækt við skólann. Næsta
vetur var hann kennari við barnaskóla í Njarðvíkum.
Til Reykjavíkur flutti hann árið 1894. Stundaði hann
þar fyrst einkakennslu, en síðan fékk hann kennslu við
barnaskólann, en kenndi jafnframt tvær stundir á dag við
Mýrarhúsaskólann á Seltjarnarnesi.
Jafnframt kennslunni gegndi hann ýmsum störfum þessi
árin. Mældi og virti tún og lóðir í Reykjavík um fimm ára
skeið. Einnig var hann við mælingar í Hafnarfirði.
Eitt vor var hann í þjónustu Búnaðarfélags Suðuramts-
ins, og annað vor (1903) vann hann fyrir Búnaðarfélag
íslands.
Um tíma var Sigurður nokkuð riðinn við blaðamennsku.
Vann um tíma við ísafold og reit þá allmikið í blaðið. Þá
gaf hann út búnaðarblaðið Plógur í níu ár, þar til Freyr
keypti það af honum. Ennfremur vann hann að útgáfu
Dagskrár ásamt Sig. Júl. Jóhannessyni.
Haustið 1896 kvæntist Sigurður Önnu Guðmundsdóttur,
skipstjóra í Hafnarfirði. Þau eignuðust tvö börn. Anna lézt
fyrri hluta árs 1901.
Þetta sama ár fór Sigurður til Danmerkur. Hafði hann
þá lesið um lýðháskólana dönsku og fýsti að kynnast þeim.