Viðar - 01.01.1942, Page 14
12
SIGURÐUR ÞÓRÓLFSSON SKÓLASTJÓRI
[Vlðar
Fékk hann inngöngu í Lýðháskólann í Askov og stundaði
þar nám. Sumarið 1901 og vorið 1902 ferðaðist hann um
í Danmörku til þess að kynna sér landbúnað og skóla. Til
þess hafði hann nokkurn fjárstyrk (250 kr.) frá Búnaðar-
félagi íslands og kennslumálaráðuneyti Dana.
Þegar heim kom, hneigðist hann meir til kennslustarfa
en búnaðar. Haustið 1902 stofnaði hann kvöldskóla í
Reykjavíkur og hagaði kennslu, svo sem var í lýðháskólum
Dana.
Næsta ár sótti hann um styrk til þess að koma á fót
lýðháskóla í sveit. En þá lá fyrir Alþingi styrkbeiðni frá
Dalamönnum til Búðardalsskólans. Alþingi áleit rétt, að
sameina þessa hugmynd Sigurðar skólanum í Búðardal og
setti hann þar sem skólastjóra. Mátti hann ráða kennslu-
fyrirkomulagi við skólann.
Vegna ýmissa erfiðleika varð að flytja skólann frá Búð-
ardal að Hjarðarholti í Dölum um miðjan skólatímann.
Þetta féll Sigurði illa. Þó hafði hann skóla þarna næsta
vetur, en sagði starfi sínu lausu vorið eftir. Hann
hafði alltaf hugsað sér að setja á stofn lýðháskóla í Árnes-
sýslu eða Borgarfirði. Honum barst nú bréf frá stjórn Fram-
farafélags Borgfirðinga, þar sem þess var óskað, að hann
stofnaði þar skóla. Hét stjórn félagsins honum liðveizlu
sinni um útvegun jarðnæðis.
Lagði hann þá drög fyrir kaup á jörðinni Bakkakoti í
Andakílshreppi. Fékk hann nafni jarðarinnar breytt og
nefndi hana Hvítárbakka.
Haustið 1905 stofnaði hann skólann að Hvítárbakka.
Voru nemendur fjórtán þetta skólaár. Húsakostur takmark-
aði tölu nemendanna. Kennari var hinn sami og veturinn
áður að Hjarðarholti, Guðmundur Davíðsson, síðar umsjón-
armaður á Þingvöllum.
Árið 1904 kvæntist Sigurður Ásdísi Margréti Þorgríms-
dóttur bónda að Kárastöðum á Vatnsnesi í Húnavatns-
sýslu, mestu ágætiskonu. Var hún honum ómetanleg að-
stoð við bústjórn og rekstur skólans, því að undantekn-