Viðar - 01.01.1942, Síða 15
Viðar]
SIGURÐUR ÞÓRÓLPSSON SKÓLASTJÓRI
13
ingarlítið voru allir nemendur í heimavist, og heimilisfólk
oftlega, nemendur, kennarar og annað starfslið skólans,
samtals 60—80 manns.
Þegar Sigurður hafði keypt jörðina Hvítárbakka. hófst
hann handa um að koma þar upp nauðsynlegum bygging-
um fyrir skólann. Var þar við ýmsa byrjunarörðugleika að
stríða. Efni hans voru ekki mikil og aðdrættir örðugir. En
hann hafði einsett sér að gera húsakost skólans þannig úr
garði, að unnt væri að fullnægja umsóknum um skólavist.
Mörg árin var þó svo, að fleiri sóttu til skólans. en hægt
var að veita viðtöku. Þangað sóttu nemendur hvaðanæfa
af landinu, en langflestir voru þeir þó úr Borgarfjarðar-
og Mýrasýslum. Skólinn vann bráðlega álit og traust, þótt
hann hefði ekki venjuleg próf að loknu námi. Hafði skóla-
stjóri meiri trú á „krafti hins lifandi orðs“ en áður hafði
tíðkast hér, enda kenndi hann í fyrirlestrum. Er ekki of-
mælt, þótt sagt sé, að þeir nemendur séu margir sem minn-
ast með mikilli hlýju kennslu hans, og þeirra góðu og var-
anlegu áhrifa, er þeir urðu fyrir undir handleiðslu hans.
Þótt skólinn hefði ekki próf, má þó fullyrða, að nemendur
hagnýttu sér yfirleitt vel námstíma sinn. Margir Hvítbekk-
ingar, er settust síðar í aðra æðri skóla, reyndust þar ötul-
ir námsmenn og vel undirbúnir. Um það bera meðal annars
vott eftirfarandi ummæli séra Magnúsar Helgasonar skóla-
stjóra:
„Það vitni get ég með ánægju borið Hvítárbakkaskól-
anum, að frá honum hafa komið hingað í Kennaraskólann
sex námsmenn, sem náðu inngöngu í 2. bekk og reyndust
yfirleitt með beztu nemendum skólans. — Einkar hlýjan
hug virtust þeir bera til fyrra skóla síns.“
Auk skólastjórnar, kennslu og margháttaðra búsumsvifa
fyrir skólaheimilið, vann Sigurður allmikið að ritstörfum.
Stærsta bók hans er Minningar feðra vorra, kennslubók í
íslandssögu. Var hún höfð sem kennslubók þar í skólan-
um og víðar.
Eftir að Hvítárbakkaskólinn hafði starfað í fimmtán ár,