Viðar - 01.01.1942, Síða 17
Viffar]
Kristleifur Þorsteinsson:
Þáttur úr sögu Reykholts.
Árið 1939 skrifaði Kristleifur Þorsteinsson þátt þennan eftir
tilmælum Kristins Stefánssonar, skólastjóra í Reykholti. Vert er
fyrir lesendur að hafa það í huga, að hann er saminn með það
fyrir augum, að flytja hann í Reykholti, eins og orðalag ber
sums staðar með sér. Ritstj.
Eins og öllum er kunnugt, var Reykholt fyrrum meðal
söguríkustu staða þessa héraðs. Um ýmsa atburði, sem
hér gerðust á þeim öldum, hefur margt og merkilegt verið
ritað. Samt er það hin mikla ritfrægð Snorra Sturlusonar,
sem öllum sagnfræðingum hefur orðið tíðræddast um.
Á himni sögunnar hefur Snorri orðið sú mikla sól, sem
mesta birtu hefur borið. En fyrir þeirri birtu hafa stjörn-
urnar að mestu horfið, þótt þær hafi líka skinið frá þess-
um stað. Þótt ekki sé horft lengra aftur í tímann en til
16. aldar, kemur það í Ijós, að margt er hægt um Reykholt
að segja. Á öllum þessum síðustu öldum hefur það verið
eitt af allra merkustu höfuðbólum Borgarfjarðarhéraðs.
Hér hafa búið stórmerkir prestar einn eftir annan. Sumir
þeirra voru héraðshöfðingjar og ættarlaukar. Margir
þeirra gátu sameinað það að vera fyrirmyndarbændur og
kristilegir kennifeður. Sóknarfólkið trúði kenningum
þeirra og sótti kirkju alla færa messudaga. Prestarnir voru
hér þeir lærifeður, sem hið fyllsta traust var borið til jafnt
í andlegum og veraldlegum efnum. Þessi mikla virðing,
sem söfnuðir hér báru fyrir þeim, kenningum þeirra og
verkum, vakti líka ást prestanna á söfnuðinum og gerði
þeim skyldustörfin léttari. En sökum þess urðu þeir líka
afskiptasamari og ráðríkari og blönduðu sér mikið inn í
einkamál sóknarbarna sinna. Sóttu margir til þeirra heil-