Viðar - 01.01.1942, Qupperneq 18
16
ÞÁTTUR ÚR SÖGU REYKHOLTS
[Viðar
ræði, þegar úr vöndu var að ráða, hvort heldur var í einka-
málum eða því, sem varðaði almenning. Þegar stofnað var
til hjúskapar, þótti hollt að bera það undir prestana, hvort
þeir teldu æskilegt, að þau ráð tækjust eða ekki. Voru þá
tillögur þeirra, sem mest réðu i þeim efnum. Svipuðu máli
gegndi, bæri út af með samkomulag hjóna. Prestarnir
voru þá sóttir hið bráðasta til þess að jafna ágreinings-
efnin og voru þau sáttaorð ætíð tekin til greina, sem þeir
báru á milli, en misklíðarefnin látin niður falla. Voru því
prestarnir fræðarar og leiðtogar safnaðanna hér, bæði
utan kirkju og innan.
í mínu ungdæmi féllu aldrei niður messur í Reykholti
í færu veðri, þá daga, er messa bar. Ef það kom fyrir, að
fólk kom ekki að kirkju frá einhverjum bæ í sókninni,
vakti það umtal og ótta um, að eitthvað hefði orðið þar
að. Svona hafði þessu verið háttað, frá því að þeir menn
vissu fyrst til, sem aldraðir voru orðnir í ungdæmi mínu.
Á sumrin var það ekki einungis sóknarfólkið, sem til
kirkju kom, þar við bættist einnig utansóknafólk úr öll-
um áttum. Þótti það jafnan mest um vert að ríða til
Reykholtskirkju, af því að við bæjarnafnið Reykholt var
virðing tengd og þess utan var þar oftast að finna þá
presta, sem eitthvað var á að græða. Þetta fjöruga safnað-
arlíf jók mjög samúð og félagslyndi, samfara auðmýkt og
trúrækni. Þótti sjálfsagt að gera allt fyrir prestana og
aftur á móti báru margir þeirra söfnuðina fyrir brjósti
og gáfu þeim holl ráð í einu og öðru. Prestarnir voru þá
þeir einu menn í sveitunum, sem gengið höfðu í skóla.
Þeir höfðu líka bókakost nokkurn fram yfir það, sem völ
var á bóndabæjum. Þess utan voru þeir oft gáfaðir menn
að eðlisfari. í samkvæmum var þeim valið æðsta sæti
og ekki þótti það hlýða, að nokkur maður tæki til máls
undir borðum á undan prestinum. Hann var ætíð sjálf-
kjörinn bæði til þess að skemmta og fræða. Það var líka
lang oftast, sem Reykholtsprestar voru vel til þess fallnir.
Reykholt var meðal beztu brauða þessa lands. Bújörðin