Viðar - 01.01.1942, Síða 20
Í8 ÞÁTTUR ÚR SÖGU REYKHOLTS [Viðar
þörfum á Húsafelli, afgjaldi af Geitlandi og ítak í hval-
fjöru og trjáreka vestur á Ströndum. Allt bendir þetta
til þess, að ekki hefur þeim prestum verið í kot vísað, sem
hrepptu Reykholt á þeim árum.
Seytján prestar hafa verið í Reykholti frá því á síðari
hluta 16. aldar og til loka 19. aldar. Yfir tvö hundruð ár
sitja þar á stóli fimm prestar og prófastar, sem eru í beinan
karllegg einn fram af öðrum. Fyrstur þeirra er Jón Ein-
arsson, bróðir Marteins biskups, annar Böðvar Jónsson,
þriðji Jón Böðvarsson, fjórði Halldór Jónsson og fimmti
Hannes Halldórsson. Að síðustu Finnur Jónsson, bróður-
sonur séra Hannesar. Finnur varð síðar biskup í Skálholti.
Kynsælastur allra þessara merkilegu ættmenna varð
Halldór prófastur Jónsson. Fjórir synir hans urðu pró-
fastar, séra Hannes í Reykholti, séra Jón á Þingvöllum,
séra Torfi á Reynivöllum og séra Jón, hinn fróði, í Hítar-
dal, faðir Finns biskups. Frá Finni biskupi er hin nafn-
kunna Finsensætt, sem nú er fjölmenn bæði í Danmörku
og hér á landi. Af þeirri ætt var hinn heimsfrægi höfund-
ur ijóslækninganna, Níels Finsen og sömuleiðis Hilmar
Finsen fyrsti landshöfðingi hér. Þess má líka geta, að þjóð-
skáldið Steingrímur Thorsteinsson var dóttursonur Hann-
esar biskups Finnssonar. Ég nefni ekki fleiri nöfn, því að
of langt yrði að telja alla þá þjóðkunnu menn, sem komnir
eru frá þessum merku Reykholtsprestum.
Þegar séra Finnur varð biskup í Skálholti (1754), hvarf
þessi ættbálkur frá Reykholti um nokkurt tímabil. Séra
Þorleifur Bjarnason fékk þá Reykholt, og var hann hér
prestur í 29 ár. Hann dó hér 1783, ókvæntur og barnlaus.
Það merkilegasta, sem hér gerðist á dögum séra Þor-
leifs, var brúðkaupsveizla Eggerts Ólafssonar haustið 1767.
Ingibjörg, kona Eggerts, var systurdóttir séra Þorleifs og
hefur sá skyldleiki stutt meðal annars að því, að Eggert
hélt brúðkaup sitt á þessum stað, og þá ef til vill ekki
síður hin forna frægð Reykholts. Brúðkaupsveizla Eggerts
er án efa lang merkilegasta samkoma, sem haldin hefur