Viðar - 01.01.1942, Qupperneq 24
22
ÞÁTTUR ÚR SÖGU REYKHOLTS
[Viðar
kallaður var hinn gamli, séra Vernharður Þorkelsson, séra
Jón Þorvarðsson og séra Þórarinn Kristjánsson. Vernharð-
ur var ástsælastur þessara presta, hið mesta ljúfmenni,
réttsýnn og góðgjarn. Sonarsonur hans er séra Jóhann
Þorkelsson, fyrrum dómkirkjuprestur í Reykjavík. Verð
ég að sleppa því, að minnast þessara presta frekar að
þessu sinni. Þeir dóu allir í Reykholti nema séra Þórarinn,
sem flutti héðan að Vatnsfirði vorið 1872 eftir fimm ára
dvöl í Reykholti. Hann var viðurkenndur gáfumaður, en
ekki alþýðlegur að sama skapi. Var það mál manna,
að hann hefði horfið héðan sökum þess, að bóndasonur
í sveitinni og dóttir hans felldu hugi saman. En presti
reyndist árangurslaust að stía þeim í sundur með öðrum
ráðum.
Vorið 1873 kom sá prestur hingað, sem við öll kirkju-
störf bar langt af öðrum borfirzkum prestum á sinni tíð.
Það var Þórður Þórðarson, hálfbróðir Jónasar landlæknis
og sonarsonur Jónasar gamla, sem hér var prestur. Þegar
hann kom hingað, var hann búinn að missa nánustu ást-
vini sína, bæði konu og börn. Hann var flugmælskur, eld-
heitur trúmaður og rækti öll prestverk með brennandi
áhuga. Rödd hafði hann mikla og óvenju sterka, hvort
sem hann tónaði eða prédikaði. Fjármálin fóru honum
miður úr hendi og eyddi hann meiru en efnin leyfðu. Var
hann svo ör á fé við börn og unglinga, sem á vegi hans voru,
að segja mátti, að hann gæfi á báða bóga. Fyrir þetta ör-
lyndi samfara lítillæti vann hann sér ást hinna ungu.
Fátækum bændum gaf hann líka það, sem þeim bar að
gjalda honum og unga syni þeirra, sem líklegir voru til
náms, tók hann oft til kennslu án endurgjalds Engum
unglingi, sem naut fræðslu séra Þórðar, líður hann úr
minni. Fyrir fáum árum reistu nokkur fermingarbörn
hans honum minnisvarða hér í kirkjugarðinum. Tveir
hræður í Vesturheimi, sem hann hafði fermt, sendu mér
peninga tli minnisvarðans. En þá var hann kominn upp