Viðar - 01.01.1942, Page 25
Viðar]
ÞÁTTUR ÚR SÖGU REYKHOLTS
23
og fór tillag þeirra fyrir silfurskjöld þann, sem hér er nú
í kirkjunni með nafni séra Þórðar.
Séra Þórður dó 13. jan. 1884, tæplega sextugur að aldri.
Steingrímur Thorsteinsson orti eftir hann ljómandi fag-
urt kvæði, er byrjar svo: Drjúpir nú í raunum Reykholts-
dalur orpinn fönnum yfir öðlings líki.
Vorið 1884 vígðist Þórhallur Bjarnason frá Laufási hing-
að að Reykholti. Hann var þá nýútskrifaður úr Hafnar-
háskóla, 29 ára að aldri. Þótti hann þá flestum mönnum
meiri og glæsilegri. Hreif hann alla jafnt utan krikju sem
innan . Fóru þá hinir eldri menn, sem mundu Þorstein
Helgason, að gera samanburð á þeim. Mátti þar varla
milli sjá. Báðir voru hálærðir, stórgáfaðir, fríðir sýnum
og gjörvilegir. Þorsteinn var stærri og hafði fegri rödd,
Þórhallur glaðari og lítillátari.
Þórhailur var ókvæntur, er hann vígðist hingað, en bjó
hér með ráðskonu þeirri, er stóð áður fyrir búi séra Þórð-
ar hér á staðnum. Nokkru eftir að þessi nýi prestur kom,
reið einn sóknarbóndinn hingað og vildi finna hann.
Heyrði bóndi, að járn var hamrað í smiðju. Gekk hann
þangað til þess að spyrja þann, sem járnið sló, hvort prest-
ur væri heima, en þegar í smiðjuna kom, sá hann, sér til
undrunar, að það var prestur sjálfur, sem þar stóð sveittur
og kolugur og smíðaði hestajárn. Sagði hann þá gesti
sínum, að hann vildi fylgja dæmi föður síns, séra Björns
í Laufási, í því, að smíða sjálfur undir hesta sína. Á þeim
árum þekktist það ekki um Borgarfjörð, að prestar legðu
á sig líkamlegt erfiði, en séra Þórhallur taldi vinnuna bæði
sér og öðrum til heilsubótar og manngildisauka.
Að ári liðnu hafði séra Þórhallur brauðaskipti við vin
sinn og skólabróðir, séra Guðmund Helgason, sem þá var
prestur á Akureyri. Söknuðu menn þess mjög, að séra
Þórhallur skyldi fara héðan svo skyndilega, því að allir
töldu hann hið ástsælasta mikilmenni. Átti hann hér ætíð
síðan marga vini og unni þessu héraði af alhug. Ritaði
hann oft fagurlega minningargreinar um látna vini hér.