Viðar - 01.01.1942, Page 27
Viðar
ÞÁTTUR ÚR SÖGU REYKHOLTS
25
flestum betur fram úr öllu slíku að ráða. Magnús var auð-
sæll og kynsæll. Eru nú tíu sonarbörn hans búandi í
Reykholtsprestakalli. Er það augljós vottur um ættgenga
héraðstryggð. Nú er enginn maður, hvorki karl né kona, á
lífi, sem hér var búsett í Reykholtssókn 1887, það ár, sem
kirkja sú var vígð, sem hér stendur og er nú 45 ára göm-
ul. Af timbri hinnar gömlu kirkju var sá bær reistur, sem
hér stendur enn.
Mikið þótti okkur, sem þá vorum ung, nýja kirkjan fegri
hinni gömlu, en aldraða fólkið saknaði hinnar fornu sæta-
skipunar, þar sem sömu sætin gengu oft í arf frá feðrum
til sona og frá mæðrum til dætra. Kirkjusætið var þeim
sem einn hluti heimilisins og bæði sá kærasti og helgasti
hluti þess. Þótt þessi sætaskipun gæfi það leiðinlega til
kynna hverjir kirkjugestanna væru í minnstum metum,
þá var hún þó eitt meðal annars, sem studdi hina gömlu
og góðu kirkjurækni. Það var metnaðarmál að láta þessa
eign heimilanna ekki standa ónotaða um messudag.
Nú hvíla allir þessir prestar, sem hér hefur verið minnst,
undir grónum leiðum, flestir hér í Reykholti, en í minn-
ingunni skína þeir enn þá, sem skærar stjörnur.
Það var kirkjan og klerkarnir, sem drógu hér að sér
hugi manna. Nú hefur vegur Reykholts margfaldazt við
hinn glæsilega héraðsskóla. Allir þeir, sem unna mann-
dómi og menntun, kirkju og kristindómi, vænta þess, að
skóli og kirkja skyggi hér aldrei hvort á annað, heldur
standi þau hér hlið við hlið og vinni að því í einingu að
gera alla betri menn og meiri, sem hingað sækja fræðslu.
Að síðustu vil ég óska þess, að allir þeir menn, sem
leggja hér vit sitt og vinnu í það að gera fólkið betra,
menntaðra og þroskameira, megi gleðjast við það að sjá
hér góða ávexti iðju sinnar.