Viðar - 01.01.1942, Side 28
[Viðar
Hannes J. Magnússon:
Eiðaskóli tuttugu ára.
Höfundur þessarar ritgjörðar, Hannes J. Magnússon kenn-
ari á Akureyri, leyfði ritstjóra Viðars góðfúslegast birtingu
hennar í ritinu. — Eins og ritgjörðin ber með sér, er hún
samin í tilefni tuttugu ára afmælis alþýðuskólans á Eiðum.
Kom hún út í blaðinu Tíminn á þeim tímamótum í starfs-
ferli skólans. p. k.
Það er einhvernveginn svo, að haustið býr yfir ein-
kennilegum mætti til að kalla fram gamlar endurminn-
ingar. Þannig er það nú, að í önn dagsins skýtur upp í
hug mínum tuttugu ára gamalli endurminningu. Þótt hún
sé í sjálfu sér ekkert merkileg, þá er það nú samt í sam-
bandi við hana, sem ég skrifa þesar línur.
Það er dimmt nóvemberkvöld haustið 1919. Dagurinn er
löngu horfinn af vetrarloftinu, sem er nú hulið þungbún-
umskýjaflókum. Jörð er alhvít svo að varla sér á dökkan
díl, umhverfið allt er tilbreytingalaust og grátt eins og
mest má verða. Hið eina, sem rýfur þessa djúpu kvöld-
kyrrð, er árniðurinn í gljúfrunum. Hún getur verið dásam-
leg og seiðandi þessi kyrrð á sólbjörtum sumardögum, en
í kvöld verkar hún lamandi á þreyttan og hálfáttavilltan
ferðamann, sem þráir það heitast að sjá eða heyra einhver
merki um mannabyggð.
Til allrar hamingju var þó fyrir nokkru farið að halla
undan fæti ofan af Vestdalsheiði, því að þar er ekkert
skemmtilegur næturstaður að vetrarlagi, en undarlega
seint sóttist ferðin.
Við félagarnir vorum búnir að vera ellefu daga á ferða-
lagi, tíu daga á sjó, vestan af Sauðárkróki, og þetta var
ellefti dagurinn. Enn sáum við ekki áfangastaðinn, en