Viðar - 01.01.1942, Page 30
28
EIÐASKÓLI TUTTUGU ÁRA
[Viðar
frá. En allt gekk þetta þó vel. Ekkert húsnæði var til fim-
leikakennslu, heldur ekki til handavinnukennslu. Mið-
stöðvarhitun var engin í húsinu, og kom ekki fyrr en
nokkrum árum síðar. Skólastofur voru hitaðar upp með
kolaofnum, en nemendaherbergi voru flest ofnlaus og
óupphituð, svo að varla var hægt að hafast þar við nema
um nætur. Þó man ég ekki eftir, að við fyndum svo mjög
til þessa. Við komum flest hert úr deiglu sveitalífsins, þar
sem upphituð húsakynni þekktust varla í þá daga. Stund-
um mun hafa verið þröngt um kol. Minnist ég nokkurra
skemmtilegra leiðangra, sem við nemendur fórum ýmist
inn í Egilsstaðaskóg eftir viði eða út í Hjaltastaðaþinghá
eftir mó. En jafnvel þessar eldsóknir langa vegu voru
ánægjulegur þáttur í skólalífinu. Auðvitað urðum við að
búa við Ijós af olíulömpum, en þrátt fyrir það man ég ekki
eftir nema eintómu sólskini, nægri birtu og yl. Hér mun
það hafa verið heimilislífið, sem varð náttúruöflunum yfir-
sterkara við að setja svip sinn á þessa litlu nýlendu.
Skólastjórinn, séra Ásmundur Guðmundsson, bif)rtur og
drengilegur, gaf sig með lífi og sál að þessari stofnun
meðan hann veitti henni forstöðu. enda má fullyrða, að
honum hafi vel tekizt að móta starfið og marka línurnar
fyrir framtíðina. Naut hann þar bæði mannkosta sinna og
giftu þeirra Birthyltinganna, svo og ágætra samstarfs-
manna.
Aðrir kennarar skólans voru: Benedikt G. M. Blöndal.
frú Sigrún P. Blöndal, Guðgeir Jóhannsson og Þórhallur
Helgason, sem kenndi söng. Þetta var óvenjugott kennara-
lið bæði að menntun og mannkostum. Ég tel það Eiðaskóla
ómetanlegt happ að hafa farið af stað með svo valið lið.
Það voru gerðar miklar kröfur til nemenda um nám
þessa vetur. Það var mikið iært, en þó var annað, sem var
meira um vert: Enginn gat verið á Eiðum þessa vetur án
þess að verða fyrir andlegri vakningu.
Kristileg alvara gerði skólalífið traust og virðulegt. Þó
hvíldi jafnan yfir því frjálslegur og glaðvær blær. Þrátt