Viðar - 01.01.1942, Side 31
Viðar
EIÐASKÓLI TUTTUGU ÁKA
29
fyrir mikinn lexíulestur var sannarlega lifað andlegu lífi.
Kennarar og nemendur umgengust mikið hverjir aðra og
flest kvöld voru skrifstofur sumra þeirra fullar af nem-
endum, sem annaðhvort sátu þar við vinnu eða sam-
ræður.
Eiðar hafa frá náttúrunar hendi verið „kaldur staður“,
en engan kennara hef ég ennþá þekkt jafn „brennandi í
andanum", sem hinn látna vin minn og kennara, Bene-
dikt Blöndal. Það var maður með stórt og heitt hjarta,
gáfaður og víðsýnn. Það voru undarlega grimm örlög, að
kuldinn skyldi verða þessum góða og hjartaheita manni
að aldurtila.
Um alla þessa kennara, svo og nemendur skólans, á ég
aðeins góðar og hugþekkar endurminningar.
Síðan þetta var, hefur Eiðaskóli tekið miklum breyting-
um. Húsakynni hafa verið stækkuð og bætt. Miðstöðvar-
hitun, vatnsleiðsla, raflýsing, leikfimihús og ýmsar aðrar
endurbætur hafa komið smátt og smátt fyrir velvilja og
skilning ríkisstjórnarinnar. Sporin hafa legið áfram öll
þessi ár. Næstu sporin eiga að verða góð sundlaug og ný
húsakynni til mikillar og hagnýtrar vinnukennslu. Næstu
tuttugu ár eiga að sýna svipaða þróun þessarar mennta-
stofnunar sem að undanförnu.
En þrátt fyrir þessa þróun og vaxandi vinsældir, hefur
alltaf verið hljótt um Eiðaskóla — ofhljótt. Hið kyrrláta
starf á að vísu ekki síður sín fyrirheit. En ég get ekki
neitað því, að mér hefur alltaf virzt Héraðsbúar og Aust-
firðingar tæplega kunna að meta til fulls þetta mennta-
setur sitt. Stafar það sennilega af því, að þeir þurftu lítið
fyrir því að hafa að eignast það. Fórnirnar og erfiðið eru
það salt, er gefur þeim hlutum gildi, sem fyrir er barizt.
Einmitt vegna þess finnst mér stundum þessi mennta-
stofnun standa þarna eitthvað svo ein og framandi. Vafa-
laust er þetta breytt nú, enda þurfa skólarnir helzt að vera
byggðir upp af óskum fólksins, sem á að nota þá annað-
hvort handa sér eða börnum sínum. Þeir eiga að vera