Viðar - 01.01.1942, Qupperneq 32
30
EIÐASKÓLI TUTTUGU ÁRA
[Viffar
hold af þess holdi og blóð af þess blóði. Lífið þar á að
vera fullkomnuð mynd af því lífi, sem æskan hefur lifað
á heimilum sínum og kemur til með að lifa. Allir æsku-
lýðsskólar framtíðarinnar eiga að vera byggðir sem mest
af nemendunum sjálfum, Þeir eiga að vera eins og draum-
ur, sem alltaf er að rætast, sem æskan sjálf er að gera að
veruleika, eins og hin mikla skólastofnun Bookers
Washingtons, sem byrjaði í fjósi og hænsnahúsi, en varð
að menningarstofnun, sem varð til fyrirmyndar langt út
fyrir sjálfa Ameríku.
Við höfum ef til vill gert of mikið að því hina síðustu
áratugi, að fá æskunni allt upp í hendur. Nú mætti um skeið
leggja fyrir hana nokkru þyngri próf og reyna á þolrif
þegnskapar og þrautseigju. Hún á nú að taka á sínar
herðar meira en verið hefur af þeim byrðum, sem menn-
ingarbarátta okkar kostar. Of mikið meðlæti og áhyggju-
leysi gerir ungt fólk veikgeðja, en skyldurnar herða skap-
gerðina. En þetta er nú annar kapítuli og gæti verið
langur.
En svo að aftur sé horfið að Eiðaskóla, þá er það víst,
að hann hefur þessa tvo áratugi unnið mikið menningar-
starf og þó einkum fyrir Austurland. Mér er ekki kunnugt
um, hve marga nemendur hann hefur útskrifað þessi tutt-
ugu ár, en þeir eru orðnir margir. Nokkrir hafa haldið
áfram námi, en flestir munu hafa horfið aftur til skyldu-
starfanna heima í sveitinni sinni. Þannig á það yfirleitt
að vera.
Eitt hið stærsta hlutverk héraðsskólanna á að vera það,
að treysta þær rætur, sem binda unga fólkið við heimili
sín og átthaga. Þeir eiga að vera hið sláandi hjarta sveita-
menningarinnar, þjóðlegar og kristilegar menningarstofn-
anir í senn, nokkurs konar samnefnari alls þess bezta, sem
sveitamenningin hefur átt og getur átt. Þetta eru nokkuð
miklar kröfur, og ekki á færi neinna miðlungsmanna að
byggja upp slíkar skólastofnanir. En sú er ósk mín Eiða-
skóla til handa á þessu tuttugu ára afmæli hans, svo og