Viðar - 01.01.1942, Page 34
[Viðar
Eiríkur J. Eiríksson:
Gunnhildur Steinsdóttir.
Byggðarlag Núpsskóla, Dýraf jörð-
ur, hefur orðið að gjalda núver-
andi styrjaldar meir að tiltölu en
aðrir landshlutar og eru þó víða
blæðandi sár með þjóð okkar af
völdum hinnar villimannlegu við-
ureignar stórveldanna. Hér verður
það ekki rakið, er 3 gamlir nem-
endur Núpsskóla voru myrtir síð-
astliðinn vetur með þeim hætti, er
alþjóð er kunnugt. Vissulega mun skólinn telja sér það heið-
ur, að hafa átt þá ágætu drengi að nemendum. Einhvern-
tíma mun skólinn eignast sitt „allra helgasta“, stofu, er
geymir minningar um menn og atburði héraðsins fyrr á
tímum, er Gísli Súrsson var uppi og Auður Vésteinsdóttir,
nokurn vott þess, að Jón Sigurðsson er héðan úr næsta
firði og þar munu einnig geymast nöfn félaganna, er féllu
á „Fróða“ 11. marz 1941.
Ég hygg, að í þeim helgidómi minninganna mundi sóma
sér sá nemandi Núpsskóla, er hér verður minnzt nokkrum
orðum og andaðist 28. marz þ. á.
Gunnhildur Steinsdóttir er fædd 7. apríl 1909. Foreldrar
hennar eru bæði á lífi, þau hjónin Jóhanna Guðmunds-
dóttir og Steinn Ólafsson. Hafa þau rekið gistihús á Þing-
eyri um langt skeið með þeim ágætum, að allir lofa, er
reynt hafa. Eru þau hjón kunn að mannkostum, enda af
góðu ætterni. Móðirin veldur oft mestu um mótun barna
sinna og mun Gunnhildur ekki aðeins hafa notið ástríkis
móður sinnar sér til vaxtar heldur einnig fordæmis hennar.