Viðar - 01.01.1942, Page 36
34
GUNNHILDUR STEINSDÓTTIR
[Viðar
Guð dæmi engan vegna skorts á orku heldur vilja. Mér
hefur virzt sem íslenzkir kennarar gerðu sér alltof lítið
far um að skyggnast eftir hvað námið kostar nemendurna,
heldur aðeins miðað við frammistöðuna. En „frammistað-
an“ er hverfulli en ástin til námsins og yfirlegan. Án
þeirrar ástar og alúðar fá skólarnir ekki staðizt og ekki
menning í neinum skilningi. „Frammistaðan“ er stundum
táknuð með gnæfandi einkunnum. Þær fylla oft þá, er
njóta, menntahroka, en beygja þá, sem minna eru metnir.
Fullkomleikinn okkar mannanna er ekki nema að nokkru
á talnalínu skólanna. Hann er fólginn í vilja, ást á vext-
inum, er birtist í öruggri viðleitni.
Það var oft dáðst að afköstum Gunnhildar heitinnar og
sá, er þetta ritar, varð þeirra var, er hún veitti forstöðu
gistihúsi hér í Núpsskóla sumarið 1928. Til þeirra vinnu-
bragða þurfti sérstakt upplag. En þau voru svo jafngóð,
að bak við þau hlaut að vera sérstaklega tamin skapgerð,
sérstök ást á starfinu, sem leit ekki til launa og fór þvi
ekki í manngreinarálit. Hve jafnvel verkin voru unnin, var
vottur þess, að Gunnhildur var sannmenntuð kona. Hún
virtist ekki hafa lagt út á námsbrautina af verzlunar-
ástæðum, heldur til þess að leysa verk sín vel af hendi.
Að þessu leyti er minning hennar mér einkum hugþekk.
SÞk minning er og áminning okkur, sem enn njótum
starfsorku og lífs og einkum skólafólki öllu, að nota sem
bezt námstímann.
Okkur öllum, sem til þekktum, þótti sárt að missa Gunn-
hildi Steinsdóttur, er hún var ung í blóma lífsins, og við
vottum foreldrum og öðrum nákomnum djúpa samúð. Við
söknum hinnar látnu. Megi sá söknuður varðveita minn-
inguna um hina ungu konu, að æska hennar, að árum og
anda, verði hlutskipti okkar og hið síðara umfram allt,
þótt aldurinn aukist. En þótt:
„Gleymist, góða kona, —
einn býr ógleyminn ofar stjörnum
sá karla skóp og konur