Viðar - 01.01.1942, Page 40
38
ÚTSÝNI FRÁ LAUGARVATNI
[Viðar
inn stendur sunnan undir háu fjalli og snýr móti sumri
og sól.
Fjallið norðan við skólann er nokkuð hátt. Það er vaxið
lágum kjarrskógi hið neðra. Skógur þessi er vandlega af-
girtur. Nemendur eru látnir grisja hann á vetri hverjum.
Er hann nú í nokkurri framför.
Einhvern tíma verður þetta e. t. v. hávaxinn skógur með
skuggasælum lundum, þar sem sumargestir geta hvílt sig
í forsælunni á heitum sólskinsdögum. E. t. v. verður þar
líka laufprýddir lestrarsalir fyrir nemendur, ef skólinn
skyldi starfa lengur fram eftir vorinu en hann nú gerir.
Hvað sem þessu líður, þá er hver stund, sem nemendur nú
verja til skógarins, helguð framtíðinni. Því meira sem þeir
gera honum til gagns þeim mun ríkulegar mun hún upp-
skera.
Á einum stað vestur í þessu fjalli rennur lítill lækur milli
grænna bala. Þar er talið að hjarðsveinninn hafi sofnað,
sem dreymdi skógardrauminn fagra, sem endaði þó alltof
skyndilega.. Norðar í fjallinu er gil eitt mikið. Þar heldur
gömul og tíguleg reyniviðarhrísla vörð um lítinn hellis-
munna. Munninn er svo lágur að skríða verður alveg flatur
til þess að komast inn í hellinn. Þegar inn er komið er sæmi-
lega rúmt fyrir dálítinn hóp manna.
Skógurinn nær ekki nema upp í miðjar hlíðar. Hann
endar í gisnum smávöxnum lyngtægjum, sem ekki hefur
ennþá tekizt að klæða fjallið. Ofan við þær taka við bratt-
ar melskriður og klappir. Það er töluvert ströng ganga að
fara alla leið neðan frá skóla og upp á fjall. En það iðrast
hennar enginn, sem á annað borð leggur á brattann. Af
fjallinu er mjög víðsýnt. Sézt þaðan austur á jökla, suður
til Vestmannaeyja og vestur yfir Þingvelli.
Þegar snjór er fallinn á jörð, leitar skíðafólk til fjallsins,
ef ekki er skíðafæri á túninu, sem er í áframhaldandi halla
frá fjallinu. Stuttan spöl norðan við skólabygginguna er
nemenda íbúð og kennara íbúðir. Lengra norðaustur
standa bæir meðfram fjallinu. Þar eru meðal annars