Viðar - 01.01.1942, Qupperneq 41
Viðar]
ÚTSÝNI PRÁ LAUGARVATNI
39
Hjálmsstaðir. Þar býr hinn góðkunni hagyrðingur, Páll
Guðmundsson.
í suður og suðaustur breiðir sveitin út faðminn.
Laugardalurinn er ekki raunverulegur dalur á norðlenzka
vísu heldur hérað. Það, sem gefur honum sinn sérstaka
hlýlega, aðlaðandi svip, eru m. a. reykirnir, sem hér og þar
stíga upp úr hverum og laugum. Suður frá skólanum hall-
ar túninu niður að vatninu. Þar eru miklir kartöflugarðar.
Vatnið er allstórt. Það setur vingjarnlegan svip á stað-
inn. Niðri á vatnsbakkanum er yfirbyggður hver. Frá hon-
um er leidd gufa til eldamennsku á skólasetrinu. Niðri í
hvernum er komið fyrir ofnum til upphitunar á skólanum.
Þar hitnar einnig vatn, sem veitt er í pípum ofan úr fjalli
(um 1200 metra vegalengd) og streymir síðan heim og er
notað til þvotta, í sundlaugina o. s. frv.
Við og við skvettist vatn upp úr steinþrónni og gufumökk-
inn leggur hátt í loft úpp, eins og þessi tamdi jötunn vilji
sýna hvað inni fyrir býr. Þarna við vatnið standa ýmsar
byggingar, svo sem þvottahús, smíðahús, leikfimihús, gufu-
bað, bátaskúr o. s. frv. Volgar lindir renna þarna út í
vatnið. Sú stærsta er í svolitlum hvammi og heitir Vígða-
laugin. Hjá henni standa þrír stórir steinar, nefndir Líka-
steinar. Munnmæli herma, að við þessa laug hafi lík Jóns
biskups Arasonar og sona hans verið lauguð, er þau voru
flutt norður til Hóla, og verið lögð á þessa stóru steina á
meðan.
Vatnið er einhver eftirsóttasti samkomustaður allra, sem
á Laugarvatni dveljast. í frostum á veturna lokkar skauta-
svellið fólkið innan úr stofuhitanum út í hreinviðrið. Á
kvöldin, þegar kaldir tunglsgeislarnir gera bjart á ísnum,
er oft glatt á hjalla á vatninu. Jörðin dunar, loftið hljóm-
ar af háreisti og gleðihlátrum, og æskufjörið logar í aug-
unum, þegar komið er aftur masandi heim í skólann.
Þegar vatnið er autt og stillilogn, sjást oft hópar af
fólki í smábátum hér og þar á vatninu, en í leiði er siglt
um vatnið þvert og endilangt.