Viðar - 01.01.1942, Page 42
40
ÚTSÝNI PRÁ LAUGARVATNI
[Viðar
Að sumrinu til er Laugarvatn einhver eftirsóttasti bað-
staður landsins.
Gróðurlendi sveitarinnar, sem liggur umhverfis vatnið og
út frá því, vekur enga sérstaka eftirtekt, nema hvað það
er breitt og víðáttumikið. Það afmarkast af lágum fjöllum
í suðri, en í suðaustri af hvítu jöklabelti og Heklu. Hekla
er hin ískrýnda drottning alls þess, sem sést frá Laugar-
vatni, og virðist vera furðu nærri, þrátt fyrir mikla fjar-
lægð. Pegurð Heklu og hrikaleg saga hennar vekur eftir-
tekt allra. Sennilega mótar hún samt fáa menn. Þó prýða
veggi og þiljur Laugarvatnsskóla málverk og teikningar af
henni. Sýna þau, að nokkrir hafa haft gaman af að draga
upp ytri mynd hennar. Lágir hálsar og heiðar byrgja fyrir
útsýnið til vesturs. Tilkomuminna er því um að litast í þá
átt heiman frá Laugarvatni. En kynnumst við nánar lands-
lagi á þeim slóðum, komumst við að raun um, að það býr
yfir aðdáunarverðri fjölbreytni. Einmitt um þessa hálsa er
skemmsta leið frá Laugarvatni til Þingvalla (um 25 km.),
og er hún rómuð sökum fegurðar.
Davíð Stefánsson segir um höfund Skugga-Sveins:
Hann erfði hvorki gull né gimsteinasafn,
græna skóga né tígið ættarnafn.
Hann hlaut annan og margfalt meiri arf:
Máttinn til þess að vinna heilagt starf.
Auður íslendinga er í nútíð og verður í framtíð fólginn
í þeim mætti einum saman. Öll menntabarátta þjóðar-
innar er leit að meira þreki, til þess að geta unnið fleiri
heilög störf. Því fleiri sem öðlast þetta þrek, þeim mun
betur verðum við á vegi stödd. Héraðsskólarnir gera sitt til
að styrkja menn í þessari baráttu, þessari leit. Ennþá eru
þeir samt sjálfir í bernsku, en eiga vonandi eftir að eflast,
lifa lengi og veita þúsundum æskumanna mikil þekkingar-
verðmæti og aukna hamingju. Merkur íslendingur hefur
sagt, að enn hefði enginn skörungur á opinberum vett-