Viðar - 01.01.1942, Page 43
Viðar]
ÚTSÝNI FRÁ LAUGARVATNI
41
vangi komið frá héraðsskólunum. Þrátt fyrir það spáði
hann ekki illa fyrir framtíð þeirra. Enda er það sannast
sagna, að skólarnir eru svo ungir ennþá, að nemendur
þeirra hafa tæpast öðlazt fullan þroska. Er því ekki sann-
gjarnt að ætlast til, að þeir séu ennþá búnir að inna mikil
stórvirki af höndum.
Segja má, að höfuðmarkmid héraðsskólanna sé líka það,
að veita nemendum sínum það, sem kallast almennt og
heilbrigt uppeldi, svo að þeir verði fróðari, starfhæfari,
dugmeiri menn, fremur en að keppa svo mjög að því að
skapa skörunga. Tilgangi þeirra er náð, ef nemendurnir
vilja geyma og vernda áhrifin frá skólaverunni sem lengst.
Láta sér ekki farast eins og manninum, sem gróf pund sitt
í jörðu, heldur eins og hinum, sem ávaxtaði vel pund sitt.
Það, sem ber hinu sunnlenzka skólasetri fegurst vitni
og sannar bezt tilverurétt stofnunarinnar er það, að allir,
sem þar hafa verið, vilja Laugarvatn muna.
Hinn 8. ágúst 1937.