Viðar - 01.01.1942, Page 45
Viðar] GENGIÐ Á GLÁMU 43
bolir, sem ég fann þarna í mógröfum. Voru þeir 12—15
cm. í þvermál. Vonandi verður hlynnt svo að þessum skógi,
að hann verði þroskameiri en nú. Líklegt þætti mér, að
í framtíðinni yrði Botn eftirsóttur ferðamannastaður.
Þar er flest, sem íslenzk náttúra á fegurst og bezt: Skóg-
Útsýni Jrá Höfða.
Á myndinni sést grafreitur Sighvats Gr. Borgfirðings og konu hans.
arlundir og grænar grundir,silfurtær silungsá, er fellur í
fögrum fossum frammi í dalnum, og sjórinn ylvolgur á
sólbjörtum sumardögum, þegar hann fellur inn yfir leir-
ana. Umhverfis rísa svo fjöllin, fjölbreytt að lögun, allt
frá auðgengnum brekkum upp í ókleifa tinda, þar sem
þjóðsagan segir að geymt sé gull og gersemar, er falli
þeim einum í skaut, sem frækleik hefur og staðfestu
til að klífa þessa tinda.
Við höfðum nokkra viðdvöl í Botni og bjuggum okkur
undir fjallgönguna. Inn eftir dalnum um tveggja km. spöl
er þægileg ganga. Var þar snjólaust með öllu. Innst úr
dalbotninum blasti við okkur Dýrahvilft, sunnanverðu í
dalnum, en þar er sagt að Dýri landnámsmaðurinn í Dýra-
firði, sé heygður. Sér þaðan um allan Dýrafjörð. Munn-