Viðar - 01.01.1942, Side 46
44
GENGIÐ Á GLÁMU
[Viðar
mæli herma, að Dýri hafi látið svo um mælt, að ekkert
illt skyldi Dýrafirði granda, meðan nokkur tönn væri í
sér ófúin. Upp úr dalbotninum norðanverðum er auð-
veldast að ganga á Glámu. Þá leið völdum við. Neðan til
eru nokkrar brattar, en stuttar brekkur, en þegar ofar
dregur verður hallinn minni og jafnari. Víðast voru
brekkubrúnirnar auðar, nema ofan til, og mun það óvenju-
legt á þessum tíma.
Eftir tæpra þriggja stunda hæga göngu vorum við komin
upp á Sjónfrið, hæsta tind Glámu, 920 m. á hæð. Þá var
sól nær í hádegisstað, hvergi var ský á lofti og svo kyrrt,
að ekki blakti hár á höfði. Við okkur blasti hærri og feg-
urri sjóndeildarhringur, en nokkurt okkar hafði áður litið,
að undanskildum þeim tveim félögum okkar, sem áður
höfðu farið þetta.
Af Glámu sézt yfir meginhluta Vestfjarðakjálkans,
suður undir Breiðafjörð, norður undir Húnaflóa og vestur
til hafsins, aðeins í austri byrja Reiphólsfjöllin útsýnið,
en þau eru um 900 m. á hæð og eru norðvestur af Þorska-
firði.
Sunnanverðu við Reiphólsfjöllin sáum við langt inn
eftir Klofningsfjallgarðinum og í suðri blasti við Snæ-
fellsnesið allt frá mynni Hvammsfjarðar til Öndverðar-
ness. Nutu sín vel hin tignarlegu fjöll Snæfellsnesfjall-
garðarins, Ljósufjöll, Tröllatindar, Helgrindur og Jökull-
inn yztur, vafinn sólarljóma. Meðfram ströndinni lá mist-
ur, svo að hún sást ekki eins vel. En Þórsnesið gátum við
samt greint í sjónauka og eyjarnar á Breiðafirði sýndust
sem dökkir deplar á silfurhvítum haffletinum. Af þeim
þekktum við Flatey og austur af henni Svefneyjar. Norð-
anverðu við Reiphólsfjöllin sást Vatnsnesfjallið, en Skag-
ann, austan Húnaflóa, var ekki hægt að greina vegna
misturs. Austur eftir Vestfjarðakjálkanum eru nokkrir
jafnháir heiðaflákar að sjó. Halla þeir ofan í firðina að
sunnan og norðan. Hvergi skerast verulegir tindar upp
úr þessari hásléttu nema fjöllin báðum megin Reykjar-