Viðar - 01.01.1942, Page 47
Viðarj GENGIÐ Á GLÁMU 45
fjaröar á Ströndum, sem eru 700 til 800 m. á hæð. í norðri
sést vel til Drangajökuls og neðan undir honum Snæ-
fjallaströnd og ísafjarðardjúp, en Lambadalsfjallið, sem
er spöl norðvestur af Glámu, skyggir á útsýnið norðvestur
eftir, svo að ekki sést til Önundarfjarðar né Súganda-
fjarðar. í suðvestri sést ofan í botn Borgarfjarðar, sem
er smáfjörður inn úr Arnarfirði, og er þangað örskammt.
Nokkru lengra er til Geirþjófsfjarðar, þar sem Gísli Súrs-
son hafðist við seinast í útlegð sinni. Ofan í Borgarfjarð-
arbotninn falla Mjólkurárnar, sem taldar eru hafa bezt
skilyrði til stórvirkjunar á Vestfjörðum. Nokkru sunnar
fellur áin, sem Dynjandisfossarnir eru í, ofan í Dynjandis-
voginn.
í vestri blasir við Dýrafjörðurinn, einkennilegur og
fagur. Út í hann skerast eyrar og tangar á nokkrum stöð-
um og fellin tvö, Sauðafell að sunnan og Mýrafell að norð-
an, bæði fráskilin meginhálendinu og skaga fram í fjörð-
inn, gefa honum sérkennilegan svip. Teygir fjörðurinn sig
í mjúkum bugðum inn milli tígulegra fjalla. „Víkur og
voga vinda í boga framnes og oddar“ segir séra
Sigtryggur á Núpi um Dýrafjörð. Víst er, að fáir firðir
munu fegurri en Dýrafjörður, a. m. k. leizt okkur svo, þar
sem hann blasti við okkur vafinn sólardýrð.
Fjallgarðurinn milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar er
mjög sundurskorinn af dölum, sem skerast út frá fjörð-
unum og mynda á milli sín bratta tinda og horn 800—900
m. á hæð, og yfir þá gnæfir Kaldbakur, hæsta fjall á
Vestfjörðum, 998 metrar. Þessi fjallgarður setur sérstakan
svip á Vestfjarðahálendið, því að víðast annars staðar
eru fjöllin nokkuð jöfn að ofan og mynda beinar, láréttar
línur, sem engir tindar brjóta.
Við nutum þessa dásamlega útsýnis langa stund, en
þegar halda skyldi af stað niður, fýsti tvær stúlkur úr
Álftafirði að sjá fjörðinn sinn betur og héldu því norð-
austur á Lambadalsfjall. Fjórir piltar slógust í för með
þeim, en stærri hópurinn hélt skemmstu leið ofan í Botn.