Viðar - 01.01.1942, Page 49
Viðar]
Guðmundur Daníelsson
frá Guttormshaga:
Landvarnarmaður í Hrútafirði.
Skólaárin 1930—32 var ég nemandi í Laugarvatnsskóla.
Þá var Guðmundur Gíslason þar. Hann var góður kenn-
ari, en skaraði þó að mínum dómi ekkert fram úr sam-
verkamönnum sínum, enda úrvalsmenn allir sem einn.
Hins vegar kenndi hann þá námsgreinina, sem ég hafði
hvað mestar mætur á, söguna. Varð það ef til vill orsök
þess, að ég kynntist honum meira persónulega en nokkr-
um hinna kennaranna. Hann hvatti mig til sjálfstæðra
athugana á skapgerð og æfiferli sögupersónanna og taldi
mér trú um, að ég gæti samið um þær fyrirlestra sumar
hverjar, hvað ég gerði. Einnig gagnrýndi hann góðfús-
lega þann skáldskap, sem ég framleiddi á þeim árum,
ræddi við mig um lífið og tilveruna, réð mér til að gerast
kennari.
Nú skal það ósagt látið, hvert gagn hann hefur unnið
mér og öðrum með þessu öllu. En eitt er víst, að mjög
fór ég að orðum hans. Tel ég þvi, að hann hafi haft stór-
mikil áhrif á líf mitt.
Fyrir nokkrum árum gerðist Guðmundur Gíslason
skólastjóri að Reykjum í Hrútafirði. Ég var þá orðinn
farkennari þar nyrðra og sótti hann heim, þegar færi
gafst. Mér leizt ákaflega vel á skólahald hans allt, húsa-
kynni og kennslutilhögun. Þetta var orðin menningarmið-
stöð, héraðinu og skólastjóranum til mikils sóma. Hann
sagði mér margt um framtíðaráætlanir sínar og drauma
varðandi stofnunina, hafði enda hafið undirbúning að
ýmsum merkilegum framkvæmdum. Allar miðuðu þær
að því að fullkomna hið unga menningar og mennta-
setur.